Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Síða 5

Ægir - 01.12.1926, Síða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Reykjavik, Desember 1926. Nr. 12. Eggert Ólafsson. 1726 — 1. desember — 1926. Fyrsta dag mánaðarins, sem stendur yfir þessu tbl. „Ægis“, 1. desbr. síðastliðinn, voru liðin 200 ár frá fæðingu Eggerts Ól- afssonar, náttúrufræðingsins, skáldsins, hugsjónamannsins og umbótamannsins, eins hins ágætasta íslendings síðustu alda, mannsins, sem með sanni má telja föður íslenskrar náttúrufræði, mannsins sem var vakinn og sofinn í því, meðan hans naut við, að kynna sér landið sitt og háttu þjóð- arinnar og færa henni heim sanninn um það, að' fsland væri eins gott og mörg önn- ur Iönd og að volæði það, sem hún var þá komin í, væri ekki guði og náttúru lands- ins að kenna, heldur fáfræði, vesaldómi og getuleysi hennar sjálfrar. Eggerts hefir nú verið minst að mak- legleikum bæði i ræðu og riti á þessum merkisdegi og vill „Ægir“ ekki verða al- gerður eftirbátur annara í því, að halda minningu hans á lofti og geta hans að nokkru, enda þótt það verði aðeins með örfáum orðum. Hér er ekki þörf að rekja æfiferil Egg- erts, það hefir verið gert bæði i „blöðun- Um“ og í hinni nýútkomnu bók „Eggert Ólafsson“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, mag. art. Aðeins skal minst litillega á þá hlið vísinda- og vakningastarfsemi hans, sem vissi að fiskifræði og fiskveiðum. í vísindalegri fiskifræði íslenskri má með sanni segja að Eggert hafi verið brautryðj- andinn. Þó er það fremur litið, sem liggur eftir hann á því sviði1). Hann telur upp alla þá fiska í sjó og vötnum, sem þá voru kunnir hér, og talar um þá eftir lands- hlutum, en segir lítið um flesta hina al- gengari og nytsamari og vísar (útlending- um), hvað þá snertir í bók Horrebows. Aftur á móti lýsir hann, og það all-ítar- lega, lítt þektum fiskum, eins og vog- meyju og dvalfiski, og er fyrstur náttúru- fræðinga til að sýna, að hlýrinn, sem þá var hér vel þektur af fiskimönnum, væri áður óþekt tegund, og nefnir hann lat- neska nafninu Anarrhicas minor, þ. e. steinbítinn síðar þekta. Annars lýsir hann nokkuð lífsháttum steinbíts, hrognkelsa, „maurungsins" í Ólafsfjarðarvatni o. fl. háfiska, en fer tíðast eftir sögusögn annara, því að sjálfur hafði hann eðlilega lítil tök á eða tíma til, að gera fiskirannsóknir sjálf- ur. Einnig gefur hann oft gaum af selum og hvölum og að ýmsum óæðri sjávardýr- um, einkum hinum nytsamari, krabba- dýrum og lindýrum, og finnur þar ýmis- Iegt nýtt eða lítið þekt. Frá ýmsu segir hann fróðlegu, eins og því, að steinbítur hafi aukist, en þorski fækkað við Vestur- land allan fyrri helming 18. aldar, án þess þó að gefa nokkra skýringu á því. Hann segir frá hvalveiðum Vestfirðinga, frá bein- hákalaveiðum Innnesjamanna á Skerjafirði og Hafnarfirði, er þeir stunduðu þar litið 1) Hér er aðalle^a um það að ræða, sem birt er í Ferðabók hans; því að annarsstaðar liefir liann lítið ritað um það atriði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.