Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1926, Page 6

Ægir - 01.12.1926, Page 6
238 æ;g'i r eitt um Eggerts daga, o. fl. Furðulegt myndi mönnum nú þykja að heyra, að sild og ufsi væru sjaldséð við Vestfirði; en af þeim fiskum hafa Vestfirðingar víst ekki skift sér fremur í þá daga, en aðrir íslendingar. Vestfirskan skarkola segir hann magran og ekki etinn. — Hann seg- ir frá ýmsu sjófangi, sem menn neyttu þá, en nú er löngu „úr móð“, t. d. voru há- karlsegg þá etin ný á Vestfjörðum, eða eins og „Röræg“ eða eggjaostur. Þá var „kúfiskur‘“ hafður til matar á Vestfjörð- um, og beitukongur (ætikongur) bæði þar og á Breiðafirði. Aftur á móti var kúskel tekin til beitu við Álfsnes við Kollafjörð syðra og stunduðu Kjalnesingar þá sjó ár- ið um kring, á smábátum með haldfærum, en ekki greinir frá á hvaða miðum. — Loðna var þá hirt og etin í Eyjafirði á vorin. Margt bendir Eggert mönnuin á að hag- nýta sér betur af sjávarafurðum, en þá var gert; segir hann t. d. bæði hafsíld og kóp- síld, öðu, krækling, smyrsling og krabba góða fæðu, sem menn eigi að færa sér i nyt. Ýmsu lýsir hann, sem hér skal ekki far- ið lengra út i, viðvíkjandi veiðarfærum, skipum og bátum og útbúnaði þeirra, en yfirleitt virðist svo, sem honum hafi ekki fundist mikið til um fiskveiðarnar sem atvinnuveg og ekki séð mikla framtíð í þeim og telur (í Búnaðarbálki) sjávarafla svipulan, en leggur aðaláhersluna á land- búnaðinn. Þetta var næsta eðlilegt, því að sjósóknin var ekki mikil og fleyturnar bæði smáar og ekki útbúnar til þes» að sækja á þeim langt á haf út, ef fiskurinn — sem átti sér stað þá ekki síður en nú á dög- um — gekk ekki á grunnmiðin, sem þá voru aðalmiðin. Ekkert haffært fiskiskip var hér á landi, þegar þeir Eggert ferðuð- ust hér og hin útlendu (hollensku dugg- urnar) voru engin stórskip og afli þeirra ekki neitt gífurlegur. Voru menn á þeim tímum ekki farnir að fá rétta hugmynd um fiskauð islenskra miða. Var því eðli- legt, að Eggert þætti sjávarútvegurinn (um íslenskar siglingar eða farmensku var alls ekki að i’æða) eklci líklegur til þess að verða nein lj'ftistöng velmegunar og fram- fara landsbúa. Ekki er þó með þessu sagt, að Eggert hafi ekki viljað farmfarir á þessu sviði; hvatning hans til manna um að hagnýta sér gæði sjávarins sem best bendir einmitt á hið gagnstæða. En þó að hann legði eng- in stórfeld ráð á, sjávarútveginum til þrifa, þá hefir hann þó eflaust unnið honum ó- metanllegt gagn óbeinlínis, með því að vekja þjóðina af því móki, sem hún var fallin í á flestum sviðum og hvetja hana til nýrra dáða. Væri Eggert nú á foldu, mundi honum víst þykja orðnar miklar breytingar á mörgu frá því sem var á hans dögum og eflaust þælti honum margt af því miklar framfarir: akvegirnir, brýrnar, hestvagn- arnir og hestlausu vagnarnir, seglalausu skipin, stór og smá, sem fara móti falli og vindi, öll rafmagnstækin, til orkugjafar, Ijósa og skeytasendingar á landi og sjó, landbúnaðarvélarnar, fiskiskipin, veiðar- færin o. fl. o. fl. — En eflaust mundi hann líka sjá ýmsa galla; þætti líklega óþarflega margt sótt til útlanda til fata og matar, of lítið unnið að veiðarfæragerð, illa hagnýtt sér margt af því, sem úr sjónum aflast o. s .frv. Merkjlegt mundi Eggert eflaust þykja það, að nú væri í holtinu fyrir ofan Reykja- vík (sem í hans daga var aðeins eitt bænda- býli) stofnun, er sagt gæti fyrir um veður, með svo og svo löngum fyrirvara. — Hefði þess háttar stofnun verið til og getað sent að leggja á Breiðafjörð í iskyggilegu útliti, Eggert aðvörunarskeyti, þegar hann ætlaði þá hefði hann kannske tekið meira tillit

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.