Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1926, Side 9

Ægir - 01.12.1926, Side 9
ÆGIR 241 En rétt á eftir kemur þangað vélbátur með hafsögumann frá Flatey. Urðum við þá fegnari en frá megi segja og komu gleðitár fram í augum á sumum. Hafnsögumaður- inn vildi fara með okkur til Flateyjar því að þar mundi okkur óhætt. En þá skall enn á ofsarok svo að ekkert viðlit var að koma þeirri fyrirætlun í framkvæmd. Vísaði þá hafnsögumaður okkur á legu, er hann kvað góða, milli hólma og skerja og taldi rétt að við lægum þar um nóttina. Þetta var skamt frá Hvallátrum og vörpuðum við þar stjórn- borðsakkeri kl. 2—3 um daginn og höfðum liti 40 faðma keðju. Stormur var á sunnan og var þarna vært á meðan, en undir morg- un gekk í vestur og gerði enn afspyrnurok. Skipið strandar. Eftir nokkra hríð fór skipið að reka, en við gátum ekkert aðhafst og hrakti skipið þannig upp á sker og gekk þegar undan því botninn. Við héldum okkur við skipið þangað til birti og áttum enga sældar æfi. Skipið hallaðist mikið, svo að holskefl- urnar gengu yfir það á bæði borð. Litlu eft- ir strandið brotnaði af því stefni, stýri o. fl. og fylti þá skipið undir eins. Skolaðist það þannig upp á land, svo að þurt var á bakborða. Þá kom þangað fólk af næsta bæ, Ólafur Bergsveinsson, bóndi og menn með honum. Tók hann okkur opnum örm- um og hjúkraði okkur eins og við hefðum verið bræður hans. Og jafnframt gerði hann alt til þess að bjarga farangri okkar. Á þriðjudag fór ég með vélbát til Flat- eyjar til þess að tilkynna strandið, en hin- ir komu þangað á miðvikudag. Mannraunir skipverja. Einarson skipstjóri segir slcýrt og skil- merkilega frá og yfirlætislaust. Hann tal- ar ekkert um sjálfan sig né þá dáð, sem hann drýgði i þessari svaðilför. En það má sjá á honum hvernig ferðalagið hefir far- ið með hann. Báðir fætur hans eru reifað- ir upp að knjám. Þegar hann er spurður hverju slíkt sæti svarar hann: — Ég fékk frostbólgu í fæturnar meðan við vorum í Holsteinsborg og síðan hefir hlaupið spilling í. Við erum svona allir sex, sem á skipinu vorum. Drykkjarvatnið sem við fengum vestra, var líka banvænt og á það sinn þátt í því hvernig kuldasárin hafa úthverfst. Það var leirblandið og salt og í sjávarganginum þvoði það alt ryð innan úr vatns geyminum. Ekki bætti það heldur úr skák, að þessar þrjár vikur, sem við vor- um á „Ameta“, gat enginn okkar farið úr fötum né tekið af sér skó. Sjór gekk i alla klefa, svo að þar var ekki vært og enginn okkar sofnaði væran blund alla leið. Við móktum við og við, sitjandi, standandi og húkandi, milli þess, sem við gerðum að segl- um og dældum skipið. Vorum við því allir orðnir úrvinda af þreytu þegar við mistum af „Buskö“ og getið þér nærri hvernig okk- ur hefir liðið eftir það. Aldrei var hægt að sjóða mat fyrir sjógangi; urðum við að nær- ast á köldum niðursoðnum matvælum, eins og það er skemtileg fæða fyrir örþreytta og svefnlausa menn. Stöku sinnum tókst mat- sveini að hita kaffi og einu sinni gat hann bakað brauð handa okkur. „Buskö“ lagði héðan á stað til Noregs ineð skipshöfn frá „Ameta“ hinn 15. des. og mun hafa hreppt austan storm og bil fyrir sunnan land. „Balholm“ ferst með allri áhöfn. Norska fisktökuskipið „Balholm“ lagði á stað frá Akureyri 2. des. síðastl. og ætl- aði beina leið til Hafnarfjarðar. Hingað kom skipið nokkru eftir fyrri mánaðamót þeirra erinda, að taka hér fisk fyrir Kveld- úlfsfélagið. Fór það héðan 8. nóv. til hafna

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.