Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1926, Qupperneq 11

Ægir - 01.12.1926, Qupperneq 11
ÆGIR 243 heí'ði druknað og reyndist það rjett; hinir komust af og komu hingað til Reykjavik- ur að kveldi hins 9. desember. Dagbók skipsins var vafin inn i olíuföt, en blotnaði þó svo, að hún var lítt læsileg. Skýrsla skipstjórans, sem var ítarleg mjög, var lesin upp í sjórjetti Reykjavíkur, sem haldinn var laugard. 11. desember. Bendir hún einnig á, að heppilegast muni fyrir þá, sem stranda skipum austur á Söndum, að bíða kyrrir á skipinu, þar til menn á landi koma í fjöruna, eins og vitamálastjóri Th. Krabbe hefir bent á bæði hjer og annars- staðar. Útdráttur úr sjóferðaskýrslu skipstjóra fer hjer á eftir: Laugard. 11. desember var haldinn sjó- réttur hér út af strandi gufuskipsins „Ny- strand“ hjá Skaftárósi. Lagði skipstjór-* inn, B. A. Berntsen, þar fram skýrslu um ferð skipsins og strandið, sem hann hafði gefið norska ræðismaninum. En hjá norska ræðismanninum höfðu áður farið fram sjó- próf í málinu. Birtist hér útdráttur úr skýrslunni: Skipið fór frá Nordenham hinn 16. nóv- ember og gekk ferðin vel í fyrstu, en er það var komið fram hjá Færeyjum, tók veður að versna og 22. nóv. var komið ofsaveður og mikill sjór, svo að holskefl- urnar gengu yfir skipið. Var þá eigi hægt að fara nema hálfa ferð. Morguninn eftir kom það i ljós, að skipið hafði laskast all- mikið á framþiljum; hlifarnar á vindun- um höfðu sjóarnir rifið af, brotið vind- urnar og eyðilagt ljósaleiðslur. Þá um kvöldið lægði veðrið lítið eitt og hélst svo til næsta dags. Þá sáu þeir land og hugðu það vera Vatnajökul og skipið vera um 70 mílur undan landi. Skipið strandar. Veður var þá bjart og suðvestan stinn- ingsvindur. Hvesti er á leið kvöldið. Bjuggust þeir við að sjá Dyrhólavita kl. 8 um kvöldið, en þegar klukkuna vantaði 5 mínútur í 8 tók skipið hastarlega niðri, og voru þeir þá komnir inn á milli brot- sjóa. Allar tilraunir, sem gerðar voru til að losa skipið, reyndust árangurslausar, því að vindur, sjór og straumur slóu skip- inu flötu. — Lá það þannig þvert fyrir hrotsjónum og hjó ákaflega og færðist æ nær landi. Enginn leki kom að því við strandið. En nú versnaði veðrið stórum og jafnframt sjógangur og gengu brotsjó- arnir yfir skipið sem tíðast. Og eftir því sem það færðist nær landi, fanst þeim það steyta á grjóti. Reynt að komast í land. Kl. hálf tíu ætluðu þeir að reyna að komast í land. Fóru 5 menn i bát, en urðu að snúa aftur, því ólendandi var fyrir brimi. En vegna þess að veður og sjór fór versnandi, ætluðu þeir að taka björgun- aðbátinn, sein var á bakborða. Þegar þeir höfðu losað bátinn kom brotsjór og mölvaði aðra bátsugluna (davit); féll bátur inn þá niður og slitnuðu festarnar, svo að þeir mistu hann. -—- Var nú lagt á stað í hinum björgunarbátnum, til þess að reyna að ná í þennan og voru 5 menn á. Litlu síðar voru báðir bátarnir horfnir út í nátt- myrkrið. Um nóttina kom mikill leki að skipinu, sérstaklega í vélarúminu; höfðu þó dælur við fyrst, en svo bilaði vélin og varð þá eigi við neitt ráðið. Þegar lýsti af degi, sáu skipverjar, að þeir voru komnir upp að söndum og héldu það vera Meðalland. Sáu skipverjar þá og báða bátana uppi í fjöru. Menn sáu þeir líka í landi, en vissu eigi hvort heldur það væru þeirra menn eða landsmenn. Reyndu þeir í landi að komast út, en það mistókst. Skipverjar reyndu að koma taug i land með tómri tunnu, en straumurinn bar hana

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.