Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1926, Page 12

Ægir - 01.12.1926, Page 12
244 ÆGIR langt af leið. Um kvöldið söfnuðust allir á stjórnpall, því að annarstaðar var ekki vært. Morguninn eftir var enn allhvast og mikið brim. Sáu þeir enn menn í landi. Um fjöru lægði veður nokkuð og komust 4 í land á smábátnum, með því að hella stöðugt olíu í sjóinn. Var þá annar björg- unarbáturinn dreginn fram að skipinu og komust þeir 5, er eftir voru, í land á hon- um. Þegar skipstjóri kom í land var 1. stýri- maður þar fyrir. Skýrði hann svo frá, að þegar björgunarbáturinn var kominn að landi, hafi honum hvolft. Þeim félögum skolaði öllum á land, en einn þeirra var þó dáinn, hafði druknað í brimlöðrinu. Var það aðstoðarvélstjóri og hét Valdemar Kristiansen. Skipstjóri lætur mjög vel yfir þeim við- tökum, sem þeir félagar hafi fengið í landi . Fiskverð. Frá Svolvær hafa þær fréttir borist, að til vandræða horfi fyrir fiskimenn i veiði- stöðvum norðan til á Noregi, á komandi vertíð. Eftir þvi verði, sem nú er á þorski, má varla búast við, að fyrir þorskinn (hvert stykki) fáist meira en 30 aurar á vertíðinni, og með svo lágu verði er ómögu- legt að gera út skip og báta. Sagt er ,að eitt af hinum stærstu útgerð- arfélögum í Lofoten, sem á hluti í og gerir út um 100 skútur, hafi lýst því yfir, að það sjái sér eigi fært að gera skúturnar út á vertíð eins og útlit sé nú. Alt bendir á, að til stórvandræða horfi fyrir fiski- mannastétt á norðanverðum Noregi. Kommúnistablað Noregs, heldur þvi fram, að hið eina, sem úr vandræðum þess- um geti leyst sé iágmarksverð á fiski og hámarksverð á beitu og því, sem til út- gerðar þarf og, að frestur sé gefinn á vöxt- um og afborgunum í bönkunum. „Fisker- en“ hefir snúið sér til statsraad (ráðherra) Robertson viðvíkjandi máli þessu og segir hann: Uppástunga hljómar vel um lágmarks- verð á fiski, en srpuningin er, hver fæst þá til að kaupa fiskinn- Það yrði ríkið að gera, en sem stendur munu ástæður þess ekki Ieyfa þá verslun. Hvað snertir há- marksverð á beitu, er hugmynd um það ó- þörf, því verðið kemur af sjálfu sér. Ef þeir, sem selja beitu, ekki fá það verð, sem þeir setja upp, þá láta þeir hana ekki af hendi, eins er með fiskimennina, þyki þeiin beitan of dýr, þá kaupa þeir hana ekki. Við höfum verðlagsnefnd og hún get- ur, ef til þess kemur, tekið i taumana. Upp- ástunga um að fresta að greiða vexti og af- borganir af lánum fiskimanna, er hið sama sem bændur krefjast nú og er tvíeggjað sverð. Kæmi að því, að engin frjáls lán fengjust framar og peninga væri eigi auð- ið að fá, hvað ættu þá fiskimenn og bænd- ur að gera. Auk þess væri hér um miklar eftirgjafir að ræða. Bæði við landsstjórn og aðra hefi ég lát- ið það álit mitt í ljósi, að fiski- og skóg- arhöggsmenn landsins séu verst staddir allra, og hef fast í huga hin gífurlegu vand- ræði fiskimannanna“. („Fiskeren“. Organ for Norges Fiskei-- befolkning. Osló 1. des. 1926). Frá Newfoundland berast hingað líkar fréttir. Hinn 16. október s. 1- birtist grein í „Newfoundland Trade Review“, sem skýr- ir frá hinum miklu örðugleikuin, sem New- foundlands fiskimenn eigi við að stríða. Generalkonsul Böggild í Montreal áleit það þess vert að ganga úr skugga um hvort grein þessi færi með rétt mál og sneri sér

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.