Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1926, Page 18

Ægir - 01.12.1926, Page 18
250 ÆGIR svo mikið nýnæmi, að síðustu daga sýning- arinnar kvað mest að islenska matnum á borðum gestanna. Af sykursaltaða kjötinu einu, borðuðu um 1000 manns. Ýmsir gestgjaí'ar og frammistöðumenn frá gistihúsum borgarinnar komu þangað og kyntust fjölbreytni og ágæti hinna ís- lensku rétta. Meðal þeirra var forstjóri gistihússins mikla d’Angleterre. Ákvað hann þegar, að íslenskur matur skyldi héð- an í frá framreiddur á horðum gistihússins. Eins er á matsöluhúsi blaðamannafélagsins þar í borginni. Þar er nú tekin uppp fram- reiðsla íslenskra matarrétta. Eldamenskusnild E. Köhlers á erindi til íslenskra húsmæðra. Hefir Morgunblaðið því lagt drög fyrir, að fá lýsingu á hinum 70 matarréttum lians. Nokkur sýnishorn þess birtust í Lesbókinni fyrir skömmu. Hér má eigi staðar nema. Hafa verður vakandi auga á því, að nota hvert tækifæri, sem býðst, til þess að koma íslenskum af- urðum í sinni bestu mynd, á framfæri í út- löndum. Það mun sönnu næst, að tilviljun ein hafi orðið til þess, að íslenskar afurðir komust á framfæri á þessari sýningu, en af þeirri tilviljun mætti ýmislegt læra. — Bæj- arbúar Kaupmannahafnar munu ekki hafa gert sjer háar hugmyndir um hina íslensku deild sýningar þessarar. Þeir eiga því ekki að venjast, að sjá íslenskar afurðir i skemtilegu umhverfi eða girnilegum umbúð- um. Enn sem komið er, hafa íslenskar af- urðir ekki komist nema í kjallara og lakari matvörubúðir borgarinnar. Síldin er seld innan um tjöru og dilkakjöti þykir vel fyrir komið, komist það svo hátt að verða hross- skrokkum samferða. Og álitið á íslenska matnum þar i sveit kom best í ljós á árun- um, þegar átti að selja þar gráðaostinn. Urðu seljendur að velja tvo kosti, annan að skrökva til um uppruna ostsins, ellegar þá að fleygja honum — því islenskan ost vildi enginn kaupa. „Brúarfoss“. Hið nýja skip Eimskipafélags íslands, sem ,,Flydedokkin“ í Kaupmannahöfn smíðar nú, var sett á flot hinn 1. desem- ber s. 1. Fyrir framan hið nýja skip, sem var fánum prýtt, var reistur pallur; komu þar saman flestir þeir, er við smíði skips- ins eru riðnir á einn eða annan hátt- Þar voru sendiherra Sveinn Björnsson, konungsritari Jón Sveinbjörnsson,, fram- kvæmdastjóri Emil Nielsen, frú hans og dóttir, skipa- og vélaumsjónarmaður Chr. A. Brorsen, formaður i Bureau Veritas, verkfræðingur Scharfenberg, stórkaupmað- ur Fahnöe, skipstjóri Jóh. P. Jónsson á „Óðinn“, skipstjórinn á „Brúarfossi“ Júli- us Júliniusson, öll yfirstjórn og fram- kvæmdastjórn smiðastöðvarinnar og fl. Dóttir framkvæmdastjóra Nielsen, Grethe, skírði skipið með þessum orðum: „Þú skalt heita „Brúarfoss“, og braut um leið kampavínsflösku á stefni skipsins og um leið opnuðust lokur og sjór streyindi inn í kvína þar sem skipið stóð. Eftir þá athöfn gengu menn til slcrif- stofuherbergja smíðastöðvarinnar og þar óskaði framkvæmdastjóri Munck Eim- skipafélagi íslands til hamingju með hið nýja skip, og þakkaði framkvæmdastjóri Emil Nielsen, Flydedokken“ fyrir þetta og hin önnur góðu skip, sem hún hefir látið frá sér fara, og gat þess, að „Brúarfoss“ væri settur á flot á Fullveldisdegi íslands, sem þar væri hátiðlega haldinn og að at- höfn sú, sem fram hefði farið i Kaup- rnannahöfn, er „Brúarfoss“ í fyrsta sinni fór á flot, væri einn liður í þeirn hátíða- höldum. „Bniarfoss" verður fullgjör hinn 1. mars 1927 og byrjar þá þegar áætlunarferðir milli íslands og Kaupmannahafnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.