Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Síða 21

Ægir - 01.12.1926, Síða 21
ÆGIR 253 sem henti á það. Til fjár verðnr hjörgun manna úr sjó aldrei metin rjett, þess vegna er þóknun hvarvetna til taks ef um mikið er að ræða en það er verðlaunapeningur og hans er þörf hér. Hann bendir á, að eftir hjálpinni hafi verið tekið og reynt að greiða hana og meta á viðeigandi hátt. Það er tek- ið eftir því, sem dugnaðarmenn þjóðarinn- ar, er hafa vinnu sína á landi, gjöra og frmakvæma. Eigi alt vel að fara ber einnig að taka eftir þeim, sem vinnu hafa á sjón- um og umbuna þeim opinberlega fyrir mannúðarverk, er þeir framkvæma þar. 23. desember 192(5. Sveinbjörn Egilson. Námskeið „Rauða kross“ íslands í „Hjálp í viðlögum“. Haldið á Akranesi 2.—9. des. 1926. Þáttakendur voru 35. Hjúkrun lærðu 12 en hjálp i viðlögum 23. Af þessum 23 voru 19 sjómenn og margir þeirra formenn. Kenslan stóð yfir lj/2 klukkustund dag hvern, munnleg kensla í 34 klukkustund og verklegar æfingar í % kl.st. Lögð var áhersla á hið verklega en siður á bókkenslu. Það, sem tekið var fyrir á námskeiðinu er eftirfarandi: 1. Blæðingar og sár. Gerður greinarmun- ur á blóð- og slagæðablæðingu. Skýrt hvern- ig skuli stöðva þær. Hvað gert skuli við blóðnasir. Invortisblæðingar og meðferð þeirra. Hvernig greina skuli á milli lungna- og magablæðingar. Meðferð á yfirliði; or- sakir til yfirliðs. Æfingar á að stöðva blæð- ingar á útlimum; binda um sár og leggja á bindi. 2. Beinbrot, liðhlaup, liðtognanir. Grein- ing og meðferð þeirra. Æfingar i að búa um þau til bráðabirgða. 3. Mar og meðfcrð þess. Hvað gera skal ]>cgar stendnr i fólki. Hvað gera skal við aðskotahluti í barka, auga, neí'i, eyra. Hvernig lyfta skal sjúkum. Æfingar i að lyfta og færa til sjúklinga. 4. Köfnun. Druknun. Kirking. Lifgun úr dái. Æfingar í hvernig náð er vatni úr mönnum, sem dottið hafa í sjó eða vatn. Lífgunartilraunir. Tvær aðferðir kendar. Hjartanudd. 5. Eitranir og meðferð þeirra. Sjúkra- flutningur. Æfingar í að búa til sjúkrabör- ur úr ýmsu efni. Æft í að leggja á bindi. 6. Bruni og Kal og meðferð á þeim. Hvernig bjarga skal manni, sem er í sam- bandi við rafmagnsstraum .Æft ú ný ým- islegt sem áður hafði verið kent. Námskeið þessi eru á byrjunarstigi, en farið er þegar að veita þeim athygli og munu kennarar þeirra innan skams vel- sjeðir og kærkomnir meðal fiskimanna landsins. Hjúkrunarsystir Rauða Kross- ins, fröken Kristin Thoroddsen, kendi á Akranesnámskeiðinu. Eftir nýár fer hún suður að Sandgerði og dvelur þar á ver- tíðinni og er áætlunin sú, að vinnist henni tími, þá segi hún til í „hjálp i viðlögum“, þá daga, sem ekki gefur að róa og þeim, er óska eftir tilsögn. Námskeið fyrir fiskimenn í netaviðgerð og almennri sjóvinnu hefir hr. Jóhann Gíslason netagjörðamað- ur haldið hjer í Reykjavík undanfarnar 5 vikur. Námskeiðið byrjaði 15. nóvember og mun lokið í bjrrjun janúar n. k. 19 fiskimenn hafa sótt námskeið þetta og áhugi þeirra allra er í besta lagi. Fiski- fjelag íslands styrkir námskeiðið og mun skýrsla um fyrirkomulag þess, verða birt í „Ægi“ er þvi er lokið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.