Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Síða 23

Ægir - 01.12.1926, Síða 23
ÆGIRj 255 Heiðursgjafir fyrir hjálp á sjó. Hinn 31. desember 1926 afhentu Stokks- eyringar skipstjórunum Aðalsteini Páls- syni á togaranum „Belgaum“ og Guðmundi Markússyni á togaranum „Hannes ráð- herra“, skrautgripi, sem þakklætis og við- urkenningar vott, fyrir þá drengilegu hjálp, sem þeir veittu bátum þeirra, er þeir voru í nauðum staddir á sjó í apríl 1926. Gripirnir voru stórir, fagrir silfurbik- arar og fékk hvor sinn; voru þeir af sömu gerð og áletrun eins á báðum, nema nöfn- in og er hún þessi: Til Aðalsteins Pálssonar skipstjóra, frá eigendum vélbátanna „Alda“, Baldur“, „ís- lendingur“, ,,Sylla“ og ,,Stakkur“ frá Stokkseyri, með þökkum fyrir drengilega hjádp i april W2<>. Til Guðmundar Markús- sonar skipstjóra með sömu áletran. Bikararnir voru frá hr. Sigurþóri Jóns- syni úrsmið í Reykjavík, hinir bestu gripir. Með heiðursgjöfum þessum hafa Stokks- eyrarútgerðarmenn stigið stórt menningar- spor og ekki gleymt hjálp er meta bar. Hér alast ungir sjómenn upp við það, að heyra sjá og vera sjálfir með að bjarga mönnum úr lífsháska, en heyra sjaldan, að nein um- bun sé veitt fyrir drengilega hjálp á rétt- um stað og stundu. Er slíkt hvatning til að bregðast vel við er á liggur er þeir fara að segja fyrir verkum? Sje íslendingum bjarg- að, þá er ekkert í aðra hönd, en sje það út- lendingar, sem þyggja þá hjálp, þá er grennslast eftir hverjir þeir voru sem hjálp veittu og hin útlenda þjóð sendir hingað viðurkenningu og gjafir og ýtir þannig und- ir menn að halda áfram að hjálpa. Fram- koma okkar vinnur að því, að bæla niður á- huga. Það er nýlega skeð, að erlend þjóð kennir okkur, hvað við á, er skip farast jneð allri áhöfn. Er þar átt við, er minning- artaflan var hengd upp í þjóðkirkju Hafn- arfjarðar og send hingað frá Englandi. Fyr- ir löngu var búið að minnast á að reisa hér merki eða annað er við ætti er minnti á slys og dauða á sjó, en því var ekki sinnt og erlend þjóð varð fyrri til. Álíta menn, að það haldi heiðri og sóma þjóðarinnar á lofti? Hið fyrsta spor til vegs og virðinga er að kunna sig. Sjómenn og fiskimenn íslands ættu að gleðjast af því, að þessi viðurkenning hefir verið sýnd og vera þeim öllum þakklátir, sem sýna það í orðum og verki, að mann- úðarverk, hvort heldur á sjó eða landi, eru þess verð, að þeim sje á einn eða annan hátt haldið á lofti, því það er hvatning, þar sem þögn og gleymska elur á kæruleysi og áhugaleysi. Gleðilegt nýjár! Reykjavík 31. desember 1926. Sveinbjörn Egilson. Fiskveiðarnar við Newfoundland. Samkvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana í Montreal var þorskaflinn við New- foundland til síðasta sept. 1022910 kvintal og um það leyti er veiði þar vanalega lokið. 1925 var aflinn alt árið 1212384 kvintal. 1 Newfoundlandkvintal = 45 kg. Vitar og sjómerki. Baujan á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð hefir slitnað upp. Verður ekki lögð út aft- ur fyrst um sinn. Vitamálastjórinn. B. Jónasson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.