Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 11

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 11
ÆGIR 3 ingu. Geta þeir því gert sjer verðmæti úr þessari vöru, og trygt sjer beitu fyrir útgerð sína. Er hún heldur að aukast; enda liggur sá fjörður vel við fyrir fiskveiðar, og er líklegt, að þar verði þegar fram í sækir aðalveiðistöðin við Itreiðafjörð. Vesturland. bar liefir árið verið mjög gotl og kom fiskur þar víða mjög snemma upp að Jandinu, eins og víðast hvar annars- staðar. Einkum var óvenjugóður afli á Önundarfirði fyrri hluta ársins. Færa- skipin gömlu, sem nú eru óvíða eftir, nema á Vestfjörðum og Stykkishólmi, héldu öll úti yfir vorið og sumarið, og fiskuðu yfirleitt mjög vel. Sild fékst í lás við ísafjarðardjúp um miðjan maí, og eftir það var þar altaf nægileg heita. Annars er ennþá mikið notaður kúfiskur til beitu á Vestfjörð- um, en hann er mjög vinnufrek og dýr beita, enda orðið víða erfitt að ná i hann. Kolkrabbi kom mikill upp að Vestur- og Norðurlandinu seinni hluta sumarsins, og fylgdi honum fiskiganga, eins og jafnan þegar hann kemur. Var það tekjugrein fyrir marga að fiska hann, því íshúsin keyptu hann víðast livar. Á seinni árum hefir eftirspurn eftir kolkrahha aukist mikið frá Suð- urlandinu, og ótrúin, sem sunnlenskir fiskimenn liöfðu á honum, að hann væri gagnslaus beita, er nú alveg horfin. Steinbítsafli var mjög mikill fyrir Vestfjörðum. Með lirejdtri og hættri verkunaraðferð er nú kominn öruggur markaður fyrir hertan steinhít i Reykjavik og viðar á Suðurlandi, svo að jafnvel i ár hefir ekki verið hægt að fullnægja eftirspurninni. Það er þvi elcki rjett hlutföll, þegar horið er saman aflamagn háta sunnan og vestanlands, og miðað eingöngu við þorskveiðarnar, ])vi sumir hátar á Vest- urlandi liafa eins mikinn lilut á mann af ýmsu, sem kallað er „úrgangsfiskur", eins og af hinni eiginlegu markaðs- vöru. brátt fyrir þetta góðæri, hefir stærri mótorhátunum heldur fækkað á Vest- urlandi, og hafa nokkrir þeirra flust suður á þessu ári, en nú á Samvinnu- félag ísfirðinga von á nokkrum stórum, nýjum mótorhátum, svo að gera má ráð fyrir, að þeim hráðlega fjölgi þar aft- ur. Smærri mótorbátum hefir aftur á móti fjölgað mikið á Vestfjörðum nú á seinni árum, og virðist sú fjölgun fara ennþá mjög i vöxt. bað er nokkuð einkennileg hringferð, sem mótorbátaútgerðin hefir farið á Vestfjörðum eins og víðar á landinu í þau 25 ár, sem liðin eru síðan mótorvélin kom fyrsl til landsins. Þá voru það litlar vélar, sem keyptar voru og ýmist settar i gömul, opin fiskiskip, eða að smíðaðir voru opnir bátar af líkri stærð undir vélarnar. En hrátt var |)essu breytl. Voru hátarnir stækk- aðir og sett á þá þilfar, enda höfðu orð- ið nokkur slys á opnu vélhátunum. En þessi stækkun þótti ekki nægileg og var stöðugt haldið áfram að stækka bátana þangað til þeir voru orðnir 30 lestir að stærð eða stærri, en nú á seinni árum er mest kappið lagt á fjölgun þessara litlu háta af líkri stærð, og þeir hátar voru, er fyrst voru fengnir, en þá þóttu of litlir. Auðvitað liefir ekki verið hætt við stærri bátana fyrir þetta, og i sumum verstöðvum, eins og i Vestmannaeyjum, Keflavik og víðar eru aðallega stund- aðar veiðar á stærri hátum, en fjölgun- in hefir víða aðallega verið á smærri hátunum nú á seinni árum, enda eru

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.