Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1929, Síða 13

Ægir - 01.01.1929, Síða 13
ÆGIR 5 veiðarnar i Norðurlandi eru nú í mikl- um uppgangi, enda liefir bátum þar fjölgað mikið á síðustu árum, bæði þilj- uðum mótorbátum, en einkum opnum vélabátum, sem þar eins og annarsstað- ar á landinu liefir fjölgað á seinni ár- um. Siglufjörður er nú orðin langstærsta fiskiveiðastöðin á Norðurlandi. Til skamms tima snerist hugur Siglfirðinga nær eingöngu um síldveiðarnar, en eftir þvi sem fólkinu fjölgaði þar, og reynsla fékst þar meiri fyrir þorskveiðunum, var það augljóst, að sú stutta og oft stopula atvinna, sem sildveiðin veitti, var ekki nægileg til að fæða fólkið alt árið; veita þorskveiðarnar atvinnu þar að vetrinum og' vorinu áður en síldveið- in bjæjar, og eins að haustinu, eftir að síldveiði liættir, en sá er gallinn á með þorskveiðarnar frá Siglufirði, að nærri þvi ekkert af þeim fiski, sem veiddur hefir verið á Siglufirði, liefir verið verk- aður þar. Fiskurinn hefir ýmist verið fluttur til Eyjafjarðar og verkaður eða fluttur út upp úr salti. Það hefir þvi tapast alveg fyrir Siglfirðingum sú atvinna, sem fiskverkunin veitir, og eru það elcki litlir peningar, sem þannig fara út úr plássinu fyrir vinnulaun. Margir líta svo á, að ekki væri hægt að verka fisk á Siglufirði sökum óþurlca að vori og hausti, og sökum of mikilla hita að sumrinu. En það myndi fljótt sýna sig, væri byrjað þar á fiskverkun, að hún myndi ekki siður vera þar fram- kvæmanleg en víða anarsstaðar, t. d. í Ólafsfirði, sem liggur skamt þaðan. En megnið af fiskinum úr Ólafsfirði var einmitt fyrir nokkrum árum síðan flutt i burtu til verkunar. Nú er vaknaður töluverður áhugi meðal manna á Siglufirði, á því að verka sem mest af fiskinum á staðnum, og má búast við, að það komist bráð- lega í framkvæmd. Eru tilvalin svæði fyrir fiskverkun skamt frá kauptúninu, sem aðeins vantar gott vegasamhand, svo að hægt væri að flytja þangað fisk- inn á flutningabilum. Nú eru útvegsmenn á Siglufirði búnir að mynda með sér félagsskap um að hyggja fiskmjölsverksmiðju. Er það liið mesta nausynjafyrirtæki. Þrátt fvrir allar hræðslustöðvar á Siglufirði, liefir altaf mikið farið þar forgörðum af fiskúrgangi yfir sumarið. í sainöandi við þessa fiskmjölsverksmiðju hefir líka komið til tals, að setja upp ný- tísku meðalalýsisbræðslu, og' er heldur engin vanþörf á þvi. Austfirðir. Eins og undanfarin ár, fluttu flestir hátar af norðurfjörðunum sig til Iíornafjarðar og Djúpavogs yfir vetrar- vertíðina, og stunduðu þar veiðar yfir veturinn, 30 hátar frá Hornafirði og 27 bátar frá Djúpavogi. Vertíðin var held- ur léleg á Hornafirði, tæp 100 skpd. á hát, að meðaltali, en eitthvað skárri frá Djúpavogi, og var það mest því að kenna á Hornafirði, hvað loðnan kom seint og' livað illa gekk að ná lienni. En það er aðalbeita báta þeirra, sem það- an ganga yfir veturinn. I aprílmánuði var fiskur farinn að ganga norður með fjörðum, og var fiskurinn kominn á móts við Norðfjörð. Eftir það var oft ágætur afli fram eftir öllu sumri. Yfir sumarið var góður afli á Skálum og hinum norðlægari veiðistöðvum. En fiskurinn var smár, og meira blandað- ur ýsu en verið hefir. Sildin kom snemma inn á Austfirði og i júlímán- uði var talið mikið af síld á flestum Austfjörðunum. En þar eð bannað var

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.