Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 15
ÆGIR
7
að salta til útflutnings fyr en 25. júlí,
notaðist ekki sú ganga. En þegar sá
lími kom, að leyft var að salta, var
síldin farin, eða að minsta kosti náðist
hún ekki, og var svo með köflurn, að
sækja varð sild til beitu norður á
Siglufjörð, því útgerðarmenn höfðu
ekki Iiugsað um að koma beitusíld í ís-
lrúsin meðan gangan var á fjörðunum.
Saltsíldarframleiðslan var því miklu
minni á Austfjörðum en árið á undan,
eða 3,472 tunnur á móti 18,333 árið
1927.
Saltfiskframleiðslan aftur á móti
varð miklu meiri, eða til 1. des, 42,366
skpd., á móti 26,812 skpd. árið áður.
En þess ber að gæta, að í þessum töl-
um er nreðtalinn sá fiskur, sem keyptur
er af útlendum skipum. En að þvi var
gert meira á þessu ári en undanfar-
andi; sömuleiðis er þarna meðtalinn afli
botnvörpungsins Andra frá Eskifirði,
sem gerður var lit þaðan á þessu ári.
fram i apríl, og um miðjan maí voru
fvrstu farmarnir að fara frá landinu
af sólþurkuðum fiski. Eitthvað af smá-
sendingum var farið áður; sömuleiðis
eitthvað af liúsþurkuðum fiski.
Salan á nýju framleiðslunni bvrj-
aði þvi mjög' vel, og var verðið til að
byrja með um 133 kr. skpd. af stór-
fiski, og 84 kr. á labradorverkuðum
fiski. Eftir að búið var að semja um
fyrstu farmana, og mikið framboð fór
að koma á fiskinum, fjell þetta verð
fljótt, og var um og eftir miðjan maí,
komið niður i kr. 125,00 á stórfiski. Þar
sem þurkar voru allan júni og júlí mán-
uð, og framboðið mikið af verkuðum
fiski, hjelt verðfallið áfram, og um
miðjan júlí var verðið komið niður í
kr. 118.00 skpd. fyrir linufisk nr. 1, en
hlutfallslega lægra fyrir netafisk, og
aðrar lélegri tegundir. Eftir þetta fór
verðið að smáhækka aftur, og fór jafnt
hækkandi fram i lok október mánaðar.
Var þá allur fiskur seldur, og var verð-
ið þá komið upp í kr. 160.00 af stór-
fiski, og' 90 kr. skpd. af labradorfiski.
Mun mest af stórfiskinum hafa verið
selt fvrir ca. 130 kr. skpd.
í Noregi var verðið töluvert hærra,
einkum síðari liluta ársins. Virðast
Norðmenn liafa haldið töluvert betur á
sinni sölu en við, enda er mikið af
fiskinum komið þar yfir á fáar hendur,
með myndun fisksölusamlaga þeirra,
sem orðin eru mjög yfirgripsmikil.
Verðið þar var í byrjun ársins 118 kr.
norskar skpd., en fór þar lækkandi
eins og' hjer, fram til 22. júní, að það
er komið í 94 kr. norskar slcpd. Eftir
það fer verðið jafnt og stöðugt hækk-
andi, fram i lok október mánaðar, að
það er komið upp i 144 kr. norskar, eða
172 kr. íslenskar.
Tilraunum þeim, sem um getur í sið-
Sala sjávarafurða.
Sala sjávarafurða gekk mjög greið-
lega á árinu enda var hreinni grund-
völlur að byggja á, fyrir saltfiskinn að
minsta kosti, en undanfarin ár, þar sem
birgðir l)æði í framleiðslulöndum og i
neytendalöndunum voru minni en und-
anfarandi ár.
Á Islandi voru birgðirnar 1. jan. 1928
57000 skpd. en 79000 og 107000 árin áð-
ur.
I Noregi voru birgðirnar ca. 50000
skpd. en ca. 94000 tvö undanfarandi ár.
Verðið var því liækkandi seinni
hluta ársins 1927, þegar það fór að
verða augljóst, að þess árs birgðir
mundu ekki endast lengur en þangað
hl nýja framleiðslan færi að komast á
^narkaðinn. Veðráttan var líka mjög
hagstæð til fiskverkunar eftir að kom