Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1929, Síða 16

Ægir - 01.01.1929, Síða 16
ÆGIR 8 ustu ársskýrslu minni (Ægir 1. tbl. 1928) um sölu á fiski til Suður-Ame- ríku, hefir verið lialdið áfram á þessu ári, og er það aðallega li.f. Kveldúlfur, scm sent hefir fisk þangað. Er sagt að íslenskur fiskur líki vel á þeim mark- aði, og' má þvi búast við, að þessi út- flutningur heldur aukist, enda væri það vel farið. í Barcelona, sem er okkar besti við- skiftamarkaður á Spáni, voru birgðirn- ar i byrjun ársins ca. 1100 smálestir, og var verðið þar um 64—68 pts. pr. 40 kg'. Hélst þetta verð nokkurnveginn óbreytt, eða með litlum verðbreytingum, fram í lok september, að verðið liækkar upp i 70—72 pts pr. 40 kg. Iiefir verðið hald- ist þar óbreytt siðan. Birgðir liafa aldrei leg'ið þar mjög miklar. Mestar voru þær 10. júlí 1700 smálestir, en minstar 28. febr. 100 smálestir. í Bilbaó þar sem íslenski fiskurinn er seldur i samkepni, bæði við fær- eyskan og norskan fislc, hafa altaf ver- ið töluvert miklar birgðir á árinu, nema um mánaðamótin ág'úst og sept- ember, mátti lieita að engar birgðir væru þar. í byrjun ársins voru birg- irnar þar 2000 smálestir, alt íslenskur fiskur, og' var verðið þá 63—72 pts. pr. 50 kg'. En verðið fór smábækkandi fram í lok maí mánaðar, að það var komið upp í 75—80 pts. Lækkar það svo aftur dálítið um mitt sumar, og komst lægst í júlí mánuði niður í 73 pls. Fer það svo aftur að hækka, þegar komið er fram í ágúst, og verðhækkunin á íslandi og' Noregi fer að gera þar vart við sig. Heldur sú liækkun áfram fram i desember mánuð. Er verðið i árslokin 88 pts. pr. 50 kg. af íslenskum fiski, 89 af færeyskum, og 96 af norskum fiski. Annars hefir bæði færeyskur og' norskur fiskur verið seldur töluvert liærra verði í Bilbao síðari hluta árs- ins en íslenski fiskurinn, einkum þó sá norski, og er það í lilutfalli við inn- kaupsverð í framleiðslulöndunum. Birgðir bafa verið talsverðar í Bilbao siðari hluta ársins, einkum af íslensk- um fiski, og' framboðið mikið. Hefir það auðvitað gert sitt til, að balda verð- inu niðri. Samtals eru birgðirnar þar nú um áramótin ca 3000 smálestir. Á Ítalíu hefir salan á íslenskum fiski gengið greiðlega á árinu. Tilraunir þær sem gerðar voru þar, með innflutning' af norskum fiski, árið áður, virðast ekki hafa borið þann árangur, sem við var búist. Að minsta kosti liefir ekki borið mikið á þeim innflutningi á þessu ári. Á Ítalíu eins og annarsstaðar hefir verðið farið jafnt hækkandi, fram í nóvember mánuð. Til Portúgal hefir verið flutt á þessu ári, talsvert meira af ísl. fiski en áður, og væri þörf á, að lögð væri meiri al- úð við þann markað en verið hefir, því haldi framleiðsla vor áfram að aukast, eins og undanfarandi ár, verður þröngt á þeim svæðum, ]iar sem við erum bún- ir að vinna fótfestu; nema með því að bjóða verðið niður, og auka neysluna á þann hátt. Samkvæmt greinum í norskum blöð- um, sem um þetta mál hafa fjallað, hefir sá fiskur sem sendur var frá Is- landi til Portúgal, líkað vel, en sam- kvæmt fréttum, sem um það hafa bor- ist annarsstaðar frá, er sagt að nokkuð af þeim fiski, bafi verið selt þaðan aft- ur til Spánar, og virðist það ekki benda á, að fiskurinn liafi selst vel á portú- galska markaðinum. Óvenjulega mikið hefir hefir verið flult úr á árinu, af óverkuðum fiski, hefir liann farið að nokkru leyti til ítalíu, en mest af honum hefir farið

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.