Ægir - 01.01.1929, Page 17
ÆGIR
9
til Englands, og liafa Englendingar
verkað hann, og selt í nýlendum sinum,
þar hafa þeir næstum ótæmandi mark-
að fjTrir slika vöruu. Að vísu er það mik-
ið fjárhagslegt tap, að missa verkunar-
launin út úr landinu, en þegar það er
athugað hvað erfitt eða jafnvel ómögu-
legt er fyrir okkur, að ná þessum við-
skiftum, og að sá fiskur er ekki seldur
i samkepni við okkur, á þeim stöðum
sem íslenskur fiskur er boðinn fram á,
þá er þó gott að geta komið honum burt
úr samkepninni á aðra staði. Verðið á
blautfiskinum liefir verið hátt, og hlut-
fallslega hærra, en á verkaða fiskin-
um. Hefir mikið af honum verið selt
fvrir 40—55 aura pr. kg. f. o. b. af
þorski og upsa á 24—34 pr. kg.
Þegar það er athugað að saltfisk-
framleiðsla okkar, er til 1. des. i ár ca. 90
þús. skpd. rneiri en árið áður, þá er það
auðsjeð að þessi útflutningur af óverk-
uðum fiski hefir meðal annars hjálpað
til að minka birgirnar, og þar af leið-
andi til að forða verðfalli, því að út-
lit er fvrir að birgirnar á áramótun-
um, ætli síst að verða meiri, en þær
voru við byrjun ársins. Það má því
gera ráð fyrir, að dágott verð verði á
fiski fram e.ftir árinu sem nú er að
byrja, ef ekki koma neinar ófyrirsjáan-
legar truflanir til greina.
A flestum öðrnm sjávarafurðum hef-
ir verðið verið líkt á þessu og undan-
farandi ári, nema síld og meðalalýsi, en
a því hefir verið mikil eftirspurn og
verðið mjög liátt, og þó hefir sú fram-
leiðsla margfaldast hjá okkur, síðan
farið var að hræða lifrina nýja um borð
1 stærri skipunum og sönmleiðis með
baettum bræðslustöðvum í landi.
Þó ekki sé enn uppgefið livað síldar-
einkasalan greiðir fvrir síldina í ár, þá
er þó vitanlegt, að mun hærra verð fæst
fyrir hana i ár, en árið áður.
Eftirspurn eftir fiskmjöli og þurkuð-
um þorskbeinum liefir verið mjög mik-
il, og verðið töluvert hærra en undan-
farandi. Er nú orðin stór framför, með
nýtni á öllum fiskúrgangi, frá því sem
áður var, og eru menn nú farnir að
sjá, að hér er um mikið verðmæti að
ræða sem ekki má láta ónotað. Þó er
grútnum af lifrinni, þegar búið er að
ná úr honum lýsinu, viðast livar kast-
að, en það má búast við að það verði
ekki lengi. Því sé hamí malaður og
þurkaður, fæst úr honum lifrarmjöl
sem er dýr og mjög eftirsótt vara.
Tollur á fiski á Spáni, hefir verið
25,60 pts pr. 100 kg. alt árið, var búist
við að hann hækkaði upp í 32 pts. pr.
100 kg. frá þessum áramótum, en kom-
ið hefir tilkynning frá sendiherra Dana
frá Spáni, að tollurinn verði óbreyttir,
25,60 pts næsta ár.
Síldveiðin.
Síldveiðin gekk mjög vel á árinu, og
má telja að þetta ár hafi verið með
allra hestu árum livað veiði snertir á
því sviði. Þó var ekki saltað eins mik-
ið og stundum áður, og mun það að
nokkru leyti hafa stafað af lireyttu
fyrirkomulagi á sölu síldarinnar,
]>ar sem það var fyrsta ár Sildar-
einkasölunnar. Margir voru óvissir um,
hvernig það fvrirkomulag mundi gef-
ast, og voru því nokkrir af þeim, sem
áður liöfðu liaft mikla síldarverkun,
sem drógu sig algeralega til baka og
fengust ekki við síldarverkun.
Reglugerð sú, sem út var gefin um
verkun á síld, og sem koma átti í stað
laga um mat á síld, kom heldur ekki út
fyr en rjett áður en síldarverkunin átti