Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1929, Page 21

Ægir - 01.01.1929, Page 21
Æ G I R 13 er það 2062 veiðidögum fleiri en árið áður, eða álíka margir veiðidagar og árið 1925. í þessa 7167 daga hefir afl- así á togarana 162315 skpd. af full- verkuðum fiski, eða 22% skpd. hvern togdag; 1927 gerði hver togdagur 28 skpd., 1926 23% skpd. og 1925 22 skpd. Þetta er þvi með lélegri aflanum á togarana síðan farið var að reikna út afla þeirra eftir þessari reglu. Auk þess hefir veiðin verið mjög ufsabland- in í ár þar sem nærri þvi % af afla togaranna í ár er ufsi. Lengstur útlialdstími á saltfiskveið- um er hjá Hannesi ráðlierra, 335 dagar, stystur lijá Jupiter 72 dagar, af þeim skipum sem lögðu upp alla veiði sína hér, og héldu áfram óhindrað. Til Englands hafa togararnir farið 122 ferðir með ísfisk og selt fyrir 143444 £ eða 1176 £ í hverri ferð að meðaltali. Meðalsala ísfiskferða var 1927 1144 £, 1926 1153 £, 1925 1320 £. 4 togarar hafa bæst við flotann á ár- inu en 2 farist. Síldveiðar stunduðu 13 togarar á ár- inu og' er það sama tala og árið áður, allir fiskuðu þeir að mestu leyti í hræðslu. Annars stunduð flestir togar- arnir einhverskonar veiði alt árið, og engin verkbönn eða verkföll trufluðu eðlilegan rekstur fiskiveiðanna. Skipastóll landsins liefir aukist töluvert á árinu; af togur- um hafa bæst við Bragi, Gulltoppur, Max Pemberton og Sviði, en tveir hafa farist á árinu Jón forseti og Menja. Af línuveiðagufskipum liafa tvö bæst við Pétursey og Óskar. Við verslunarflot- ann hefir sú breyting orðið að gufu- skipið Vestri er kevpt til landsins, en gufuskipið Nonni seldur út úr landinu. í árslok 1927 var gufuskipaeign lands- manna 81 skip, samtals 24.041 smál. í árslok 1928 er talan 86 skip, samtals 25.882 br. smál. Gufuskipastóllinn hefir þvi aukist um 5 skip, samtals 1841 hr. . Gufuskipastóllinn sundurl. þann- 19 togarar = 13.007 smál. 35 línugufuskip = 3.522 — 8 verslunarskip = 8.412 — 2 varðskip = 717 — 1 dráttarskip .... = 111 — 1 vitaflutningaskip = 113 — 86 skip, samtals 25.882 smál. Með skipaeigninni eru ekki taldir Hellyerstogararnir i Hafnarfirði, þó að afli þeirra sé talinn með í aflaskýrsl- unum. Mótorskipum mun hafa fjölgað nokk- uð á árinu; til ísafjarðar bættust við 5 bátar nýir sem Samvinnufélag ísa- fjarðar kaupir, 6 bættust við i Vest- mannaevjar og liklega eitthvað víðar á landinu. Litlum vélabátum hefir fjölg- að mikið. Fiskirannsóknir við ísland. Dana hefir ekki verið hér við rann- sóknir á árinu, eins og oft undanfar- andi ár, aftur á móti hefir varðskipið Þór verið látið fara fjórar rannsóknar- ferðir, einu sinni í hverjum ársfjórð- ungi, undir stjórn fiskifræðings Bjarna Sæmundssonar. Hafa þær rannsóknir aðallega snúist um rannsókn og saman- hurð á fiskimagni utan og innan land- helgislínunnar, og eru einn liður af þeim rannsóknum sem framkvæmdar liafa verið hér undanfarandi ár. Sömuleiðis var Bjarni Sæmundsson á Þór fvrir Norðurlandi yfir síldveiða- tímann og gerði þar ýmsar rannsóknir viðvikjandi síld og sildarátu, auk þess var hann um tíma með botnvörpungn- um Skallagrimi við rannsóknir auk

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.