Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 32

Ægir - 01.01.1929, Qupperneq 32
24 ÆGIR in) hafði starfað var af hálfu þings og stjórnar mikiS unnið að eflingu sam- vinnu meðal norskra fiskimanna. Þann- ig voru i fiskifjárhagsáætlun Norðm. (fiskeri-hudget) settar 30 þús. kr. til samvinnufræðslu. Síðan hefir „Selskab- et for Norges Vel“ tekið málið að sér og annast nú nieð 4 eða 5 ráðunautum alla samvinnufræðslu til sjós og sveita. Elstu samvinnufélög norskra fiski- mann eru frá um 1890, en það eru ein- göngu tryggingarfélög, liæði fj'rir skip og útveg. Er mjög vel látið af starfsemi þeirra félaga, enda eru þau mikið út- breidd og hin eldri orðin stór og fjár- sterk félög. Nokkru eftir síðustu aldamót rísa svo upp samvinufélög fiskimanna um beitu- kaup. Hefir þeim félögum líka vegnað vel í starfi sínu og starfa í mörgum fiskiverum. Hafa Norðmenn einnig lög um sölu á beitusíld, til þess að þessi stóri liður i útvegnum verði eigi liærri en sanngjarnt megi telja. Hin stærri samvinnufyrirtæki norskra fiskimanna eru aftur á móti mynduð nú síðustu árin. T. d. Fiskisölusamlag- ið í Vardö 1926 og í Bodö 1927, sem hæði liafa gengið vel að umsögn fiski- málastjórans norska. í Álasundi var s. 1. vetur mynduð samtök um sölu á ferskri síld og var nú talað um mynd- un á samlagi í stærri stýl. Norskir fiski- menn frá Haugasundi og Körmt, sem verið liöfðu við síldveiðar á Islandi og sem voru að koma heim frá veiðum, þegar ég var staddur í Noregi, létu þess getið i blöðunum, að þeir hefðu í huga að stofna samlag um sölu á síldinni, i von um hærra verð. Þannig útbreiðist samvinnuhugmynd- in meir og meir meðal norskra fiski- manna og voru til þess talin mikil lík- indi, að mörg samlög mynduðust nú í vetur. Til þess að sýna hvað samvinnu- nefndin norska telur samvinnu þýðing- armikla fyrir fiskimenn leyfi eg mér að þýða lauslega kafla úr nefndarálitinu um Innkaups-samvinnufélög. „Það sem mest á ríður er að safna fiskimönnum í samvinnufélög til inn- kaupa á veiðarfærum, olíum, vélum o. fl„ í stuttu máli öllu, sem lieyrir til út- vegs. Þessi grein samvinnunnar er þýð- ingarmest fvrir útveginn. Okkar (þ. e. Norðm.) skrásetti fiski- floti er ca 16 þús. skip, þar af c. 330 gufuskip, ca. 13.500 mótorskip og 2500 seglski|>. Þessum flota fylgja c. 15 þús. opnir bátar (doríur, veiðibátar og snyrpinótabátar). Auk þessa bætist við allur smáhátaflotinn, sem ekki er skvlt að skrásetja, sem notaður er við fiski- veiðarnar. Mestur hluti fiskiflotans er eign fiskimanna, sem sjálfir taka þátt i rekstrinum og eðlilegast er að undan- teknum fiskiveiðum á gufuskipum, sem stunda rnunu um 9 þús. manns að hver einstakur fiskimaður eigi hlut í út- veg. Tala þeirra sem stunda fiskiveið- ar sem aðalatvinnu er ca. 90 þús. manns. Það er Ijóst, að það sem er deilt á svo margar hendur hefir marga kosti i því að verða skipulagsbundið saminn- kaup eða samlagssala. Ekki eingöngu getur maður reiknað með ódýrara verði - og það er líka þýðingarmikið — en hefir meiri trvggingu fvrir vörugæðum. Franoh. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Prenlsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.