Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 6
216 ÆGIR ustu óld, sem viða var rekin i stórum stíl og að rekneta- og lagnetaveiðar hafi lengi verið stundaðar, og að farið er að nota herpinót (sem höf. kallar herpinet) af innlendum mönnum skömmu eftir aldamót. Árið 1904 telur höf. að fyrsta botn- vörpuskipið hafi komið til landsins, er honum þá alveg ókunnukgt um Isafoldar- félagið — (Vídalínsútgerðina), sem byrj- aði í Reykjavik 1899 með útbúum á Akranesi og Hafnarfirði — og hóf starf- semi sína með 6 botnvörpuskipum — þar af 4 ný smíðuð — og 2 flutninga- skipum, eða Dansk-islenzka verzlunar- og fiskiveiðafélagið, sem hóf starfsemi sína á Patreksfirði sama árið — og sem lét smiða botnvörpuskipið Thor, sem síðar varð svo rannsókna- björgunar og landhelgisgæzluskip. ískælingu telur höf. ákjósanlegustu aðferðina til að varðveita fisk. »En sá hængur er á, að héðan af landi er naum- ast hægt að koma frá sér isvörðum fiski nema því, sem aflast á botnvörpuskip og önnur veiðiskip, sem geta sjálf flutt hann yfir hafið«. Hvers vegna getum vér ekki flutt ís- varinn fisk til Englands, eins og t. d. Danir, sem taka 10—14 daga gamlan fisk úr sínum veiðiskipum, umpakka hann og senda til Englands, eða t. d. Norðmenn, sem koma með ísvarinn fisk frá Islandi heim í veiðiskipum sínum, umpakka hann þar og flytja með flutn- ingaskipum á enskan markað. Frá 1. jan. til 30. ág. í ár eru Norð- menn búnir að flytja út nærrí 11 þús. smál. at ferskum fiski, mestmegnis til Englands. Höf. hlýtur þó að vera kunnugt um að tilraunir hafa verið gerðar með að senda ísvarinn fisk til Englands, með öðrum skipum en veiðiskipum, en sök- um erfiðra samgangna við England hefir stundum orðið að senda fiskinn til Berg- en ti! þess að koma honum þaðan til Englands, og er ekki að búast við að vara, sem hætta er á að skemmist, þoli að fara þær krókaleiðir. Þó ástæða væri til að taka fleira til athugunar i grein þessari, þá verður því sleppt að sinni, enda hefði það ekki ver- ið gert nema af því, að greinin birtist í merku tímariti, sem búast má við að víða fari, og að hún síðar verði af ein- hverjum notuð sem ábyggilegt heim- ildarrit. Málið á greininni er þannig, að það væri lítt skiljanlegt, ef ekki fylgdi út- dráttur á ensku. T. d. »1912 er lifrarafl- inn orðinn rúmlega helmingur af lifrar- magni fiskaflans«. — 1927 var lifrarafl- inn í landinu yfir 80°/« at lifrarmagni fiskaflans«, »fiskverjunum« í slað fiski- verunum o. s. frv. K. B. Innflutningur á frystum fiski til Þýzkalands. Fréttir frá Berlín herma, að Þjóðverj- ar hafi í hyggju að hanna innflutning á frystum fiski. Er svo skýrt frá, að þetta sé gert til þess að vinna á móti hinum mikla innflutningi af ferskum fiski til þýzkalands. Að sögn er einnig unnið gegn innflutningi ýmsra tegunda af niðursoðn- um vörum. Hvort þetta kemst á er óvíst, en undarlegt má það heita, að Þjóðverjar skuli fyrirbjóða innflutning á fiski, enda þótt frosinn sé, einmitt þeir menn, sem einna mesta áherzlu leggja á, að fiskur sé sem mest hafður til neyzlu í landinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.