Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 20
230 ÆGÍR Fiskimenn í Noregi stofna eigið olíufjelag. í norskum blöðum er skýrt l'ra þvi, að norska Fiskifélagið (Fiskernes faglige Landslag) hafi ákveðið á stjórnarfundi, að gangast fyrir stofnun olíufélags fiski- manna í Noregi og hefir það nú auglýst útboð á hlutum i væntanlegu olíufélagi og skilmála, sem hljóða svo: Tilgangur félagsins á að vera sá, að flytja inn og selja fiskimönnum og þeim, sem útgerð reka, ljósa,- véla- og smurn- ingsolíur. Lágmark hlutafjárins er ákveðið 75000 kr., en hámark 125,000 kr., sem á að skiptast í 10 króna hluti, er skulu greið- ast að fullu og hljóða á nafn. Hlutirnir skiplast i A og B flokk. A-flokkurinn á að vera 3/6 af hluta- fénu. Þá hluti mega ekki aðrir eiga en norskir fiskimenn og útgerðarmenn, fiskifélög og önnur félög, sein standa i sambandi við útgerð, t. d. sölufélög, inn- kaupafélög fiskimanna o. s. frv. Stjórn félagsins ákveður hverjir hafi rétt til þess að eiga hluli i félaginu. Sá skipseigandi, sem óskar eftir að eignast hlut i félaginu, fær þá eftir hest- aflatölu vélar skipsins, þannig: 1—10 hestöfl 1 hlutur 10-20 - 2 hlutir 20—30 — 3 hlutir. Enginn má eiga meira en 5 hluti af A- flokki, nema Norska fiskifélagið og önnur félög, sem eru viðurkennd af því. B-flokkurinn nemur s/5 af hlutafénu og hverjum frjálst að eignast hluti í þeim flokki. 1 atkv. er fyrir hvern hlut, en eigendur hluta í B-flokki geta þó aldrei ráðið yfir meiru en 40°/» allra at- kvæða á aðalfundi. Frádráttur á atkvæð- um i B-flokki fer tiltölulega eftir al- kvæðamagni tlokksins. Atkvæði, sem ekki er hægt að skifta niður á hluthafa B-flokks með heilum tölum, falla niður. Norska fiskifélagið á forkaupsrétt að hlutum i báðum flokkum. Vilji hluthafi selja hlut sinn, skal hann tilkynna fé- laginu það í ábyrgðarbréfi og ber þvi að svara því innan 30 daga, hvort það ósk- ar að neyta forkaupsréttar. Fegar liðin eru 12 ár frá stofnun fé- lagsins, á Norska fiskifélagið rétl á því að innleysa, að nokkru eða öllu leyti, hluta- bréfin í B-flokki, enda sé eigendum til- kynnt það með 3 ára fyrirvara. Ef neytt er forkaups- eða innlausnar- réltar, skal meta verðmæti hlutanna eftir siðustu reikningsskilum, eða ef forkaups- réttar er neytt áður en fyrstu reiknings- skil eru gerð, þá skal greiða nafnverð hlutabréfanna. Vilji fiskifélagið norska, eða eigendur hluta í B-flokki ekki viðurkenna síðustu reikningsskil sem grundvöll fyrir mati á hlutunum, má ákveða með löglegu mati innlausnarverð hlutanna og skal malið fara fram á þeim stað, sem félagið hefir stjórnarsetur. Kostnað við matið greiðir sá, sem þess óskaði. Hafi einhver eignast fleiri hluti í A- flokki, en norska fiskifélagið telur, að liann hafi rétt til að eiga, getur fiskifé- lagið krafizt þess að fá hlutina eftir mati, sem byggt er á síðustu reikningsskilum. Ef norska fiskifélagið eignast hluti með því að neyta forkaups- eða innlausnar- réttar síns, skal það sem fyrst reyna að fá kaupendur að þeim hlutum, sem upp- fylli þau skilyrði, sem sett eru um hlut- hafa A-flokks. Eigendur hluta i A-flokki skulu ganga fyrir um kaup á olíu hjá félaginu til þarfa sinna. Stjórn félagsins getur, ef nauðsyn kref- ur, skyldað menn til að kaupa olíu, þó

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.