Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 23

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 23
Æ G I R FJORÐUNGSÞING Fiskideilda í Sunnlendingafjórðungi veröur háð í í Kaupþingssalnum í Reykjavík föstudaginn 5. desember næslkom. og hefst klukkan 1 e. h. Deildir eru minntar á að fylgja ákvæðum laga um f j órðungsþing um fu 111rúakosningar. Meðal þeirra mála, sem fyrir fjórðungsþinginu liggja, er ráðstöfun á fé því, er síðasta Fiskiþing veitti fjórðungnum. Einnig fer fram á þinginu kosning 2ja fulltrúa og 2ja varafulltra á Fiskiþing. Með því að nú virðist hentugur tími fyrir deildir að starfa, er þess fyllilega vænst, að þær haldi svo fjörlega uppi fundum fram að þinginu, að fulltrúum verði kleift að gefa upplýsingar um vakandi samstarfanda á sviðum hins mikilvægasta atvinnuvegar íslendinga. FJÓRÐUNGSSTJÓRNIN. Aths. Til fjórðungsþinganna er kosið á þann hátt, að hver fiskideild innan landsfjórðungsins kýs einn fulltrúa fyrir hverja 50 með- limi eða færri, þannig að fyrir 10—50 meðlimi er kosirin 1 fulltrúi, 51--100 meðlimi eru kosnir 2 fulltrúar, 101 — 150 3 o. s. frv. Deildir eru beðnar að athuga samþyktir síðasla Fiskiþings um fulltrúakosningar, sjá bls. 41 — 42 í þingskýrslunni síðustu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.