Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Síða 23

Ægir - 01.10.1930, Síða 23
Æ G I R FJORÐUNGSÞING Fiskideilda í Sunnlendingafjórðungi veröur háð í í Kaupþingssalnum í Reykjavík föstudaginn 5. desember næslkom. og hefst klukkan 1 e. h. Deildir eru minntar á að fylgja ákvæðum laga um f j órðungsþing um fu 111rúakosningar. Meðal þeirra mála, sem fyrir fjórðungsþinginu liggja, er ráðstöfun á fé því, er síðasta Fiskiþing veitti fjórðungnum. Einnig fer fram á þinginu kosning 2ja fulltrúa og 2ja varafulltra á Fiskiþing. Með því að nú virðist hentugur tími fyrir deildir að starfa, er þess fyllilega vænst, að þær haldi svo fjörlega uppi fundum fram að þinginu, að fulltrúum verði kleift að gefa upplýsingar um vakandi samstarfanda á sviðum hins mikilvægasta atvinnuvegar íslendinga. FJÓRÐUNGSSTJÓRNIN. Aths. Til fjórðungsþinganna er kosið á þann hátt, að hver fiskideild innan landsfjórðungsins kýs einn fulltrúa fyrir hverja 50 með- limi eða færri, þannig að fyrir 10—50 meðlimi er kosirin 1 fulltrúi, 51--100 meðlimi eru kosnir 2 fulltrúar, 101 — 150 3 o. s. frv. Deildir eru beðnar að athuga samþyktir síðasla Fiskiþings um fulltrúakosningar, sjá bls. 41 — 42 í þingskýrslunni síðustu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.