Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 21
ÆGIR 231 pöntun liggi ekki fyrir. — Kaupskyldu skal þó ekki beita á þeim stöðum, sem stjórnin telur sérstökum vandkvæðum bundið að afhenda olíu á. Ef ekki er hægt að afgreiða allar pant- anir, skal stjórnin draga úr þeim eftir því sem hún álítur réttast. Hugmyndin er sú, að smiða olíugeyma i samráði og samvinnu við fiskifélögin í fiskiverunum, eftir því sem efni félags- ins leyfa, svo að hægt verði að flytja oliuna inn í olíuflutningaskipum. Uthluta skal oliunni í sem nánastri samvinnu við héraða- og sveitafélög fiskimanna, og skal útvega fyrirfaam- pantanir eftir því sem unnt er. Þá er lagt hefur verið fé í varasjóð og afskrifað af eignum, er áætlunin sú, að oliukaupendur fái nokkura uppbót, sem aðalfundur ákveður. Uppbót þessi má þó aldrei nema hærri fjárhæð á ári en greidd er í hluthafa ágóða. Ms. „Ameta“ ferst. 18. okt. fór M/s »Ameta« frá Reykjavik með ýmsar vörur áleiðis til Hornafjarðar. Uegar kom austur að Dyrhólaey hreppti skipið ofveður og kom að því mikill leki, svo viðbúið var að það mundi sökkva. Uáfu skipverjar þá neyðarmerki með fingeldum og kom þá þýzki togarinn »Harvestehude« frá Cuxhaven þeim til hjálpar og heppnaðist skipshöfn »Ameta« að komast um borð í togarann. Þar sem Ijóðverjarnir álitu að »Ameta« gæti haldist á floti enn lengi, fóru 3 menn skipshöfn togarans um borð í hana °g komu festum á milli skipanna. Hélt togarinn svo til Yestmannaej'ja með »Ameta« í eftirdragi; en er sýmilegt var að hvergi var hægt að leggjast þar fyrir sjógangi, hélt togarinn áfram áleiðis til Reykjavikur með »Ameta«. En er komið var vestur undir Selvog slitnuðu dráttar- taugarnar og hvarf þá »Ameta« skyndi- lega. Er talið að hún muni hafa sokkið allt i einu og þeir 3 Þjóðverjar, sem voru um borð, drukknað. Leitaði togar- inn lengi, en varð einskis vísari. — »Ameta« strandaði fyrir nokkrum árum í Grænlandi og var norskur selveiðari sendur vestur, sem átti að draga hana til Noregs. 1 hafi, vestur af Reykjanesi, slitnaði »Ameta« aftan úr selveiðaranum og rak hana nokkru seinna upp í Breiða- fjarðareyjum, með menn þá, sem voru um borð í henni, heila á húfi. Skipið náðist út og var gert við það. — »Ameta« var byggð í Noregi 1917 og var 181 br smál. að stærð. Eigandi skipsins var G. Juul, lyfsali á Isafirði. Toll-undanþága í Brazilíu. Tilskipun, sem gefin var út í Brazilíu 9. okt., veitti undanþágu frá tolli í 60 daga á nokkrum matvælategundum. — Samkvæmt símskeyti 24. þ. m., frá sendisveit Dana i Rio de Janeiro til ulanríkisráðuneytisins, hefir verið ákveðið að undanþága þessi skuli einnig ná til saltfisks, en á hann hefir verið sett hámarksverð í Rio de Janeiro, 3200 Réis. (Frá Sendiherra Dana). Kviknar í vélbáti. Aðfaranótt 29/io kl. 4, var slökkviliðið kallað út á höfn. Hafði kviknað í vélbáti frá Isafirði, er lá úti á höfninni. Heitir báturinn »Jón Valgeir«. Á bátnum var eldhús ofan þilfars. Kviknaði í því og brann það alveg, en þá tókst að slökkva eldinn, svo að ekki varð meira tjón af.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.