Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 7
ÆGIR 217 Skýrsla erindreka Austfirðingafjórðungs 1. apríl — 30. júní 1930. Þorskafli varð mikið meiri hér á Aust- urlandi á þessu tímabili en í fyrra. Á þessu ári hefir mér talist til, að á land hafi komið, af skipum og bátum, sem heima eiga i fjórðungnum, 15425 skpd., miðað við fullþurran fisk. (Á sama tíma i fyrra 11072 skpd). Eg vil hér gefa lauslegt yfirlit yfir afla hér eystra á þessu tímabili, í nokkrum veiðistöðvum. Hornafjörður: Eins og ég gat um i fyrri skýrslu minni, þá gengu þaðan í marzmánuði 31 vélbátur. Margir af bát- um þessum $ru heim um páskaleitið, sumir fóru ekki aftur suður, því þá var aflalítið, svo eftir þann tíma og þar til um miðjan maí voru þar ekki nema um 20 bátar, en yfir þann tíma var ágætis afli. Á þeim tíma aflaðist þar 1637 skpd. (í fyrra á sama tíma um 30—40 skpd. því allir aðkomubátar voru þá farnir heim). Djúpivogur og tíerufjörður: Þaðan gengu 3 vélbátar dekkaðir í apríl og maí, og öfluðu um 335 skpd., sem var stórum meira en í fyrra. Stöðvarfjörður: Þaðan gengu, 1 vél- bátur dekkaður, og 5 trillur (opnir vél- bátar) eftir að kom fram í maí, því fyrr fór ekki að aflast á opna báta. Afli þar um 300 skpd., (1 fyrra um 280 skpd.). Fáskrúðsfjörður: Eg hefi í fyrri skýrslu minni getið um bátatölu á Fáskrúðsfirði, og við það bættist einn bálur, svo á þessu tímabili gengu þaðan 14 dekkaðir vélbátar °g 14 opnir vélbátar, flestir úti í sveitinni. Afli þar alls yfir 3352 skpd. (1 fyrra um 2000 skpd. á 12 vélbáta og 15 trillur). Hajranes: Þessi verstöð tekur bæði yfir Hafranes, Kolmúla og Yattarnes. Frá þessum bæjum eru gerðir út eingöngu opnir vélbátar, og margir af þeim eiga' heima annarstaðar, og liggja þar við yfir sumarmánuðina. 1 apríl gengu þaðan 3 trillur, í maí 5 trillur og í júní 11 trillur. Afli var i góðu meðallagi, um 400 skpd. og var það mjög líkt eða öllu meira en í fyrra á sömu bátatölu. Reyðarfjörður: Þaðan gengu á þessu tímabili, þó ekki fyrr en aðallega i maí, 3 dekkaðir vélbátar, 4 opnir vélbátar og nokkur tveggjamannaför um tíma. Afli var 485 skpd. (í fyrra álíka afli. Sama bátatala). Eskifjörður: Eftir að bátar komu heim af Hornafirði, sem var eftir miðjan maí, þá gengu þaðan 14 dekkaðir vélbátar, þar af 3 yfir 12 smál, að stærð, (1 að- komubátur). liátar þessir öfluðu um 970 skpd. Togarinn »Andri« lagði þar upp í vor um 670 skpd. og línuveiðarinn »Sæ- farinn« kom þangað með 233 skpd. Bæði þessi skip eiga heima á Eskifirði, en stunduðu veiðar á vetrarvertíðinni og fram á vor fyrir Suðurlandi, og lögðu allan afla sinn upp i Reykjavik og Hafnar- firði. Samtals hafa komið 1875 skpd. af fiski á land á Eskifirði í vor af þar heimilisföstum skipum. (1 fyrra 1908 skpd. af 11 vélbátum, 1 togara og 1 linu- gufuskipi, sem þá lögðu á land meiri fisk þar, en í ár. Breiðuvik og norðanvert við Reyðar- fjörð (Karlskáli og Vöðlavík): Þar byrj- aði ekki útgerð fyrr en í júní. A þessu svæði voru gerðir út 2 opnir vélbátar og 6 róðrarbátar, sem öfluðu í júní um 80 skpd. Norðfjörður: Þaðan gengu í vor 19 dekkaðir vélbátar og 19 opnir vélbátar, sem færðu á land 4464 skpd. á móti í fyrra 2523 skpd. af heldur fleiri stórum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.