Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1930, Blaðsíða 16
226 ÆGIR f Gísli Brynjólfsson læknir andaðist i Kaupmannahöfn 18. f. m. á 70. aldursári, fæddur í Ofanleiti i Vestmannaeyjum 3. marz 1861, sonur séra Brynjólfs Jónssonar, sem var þar prestur og konu hans Ragnheiðar Jóns- dóttur kaupmanns Salómonssonar á Reykjarfirði. Gísli útskrifaðist úr skóla 1883 og tók próf í læknisfræði við há- skólann i Khöfn 1890. Var síðan skips- læknir á einu af farþegaskipum Ping- vallalínunnar í nokkur ár, en settist svo að i Khöfn og hefir stundað þar lækn- ingar siðan. 1898 kvæntist hann danskri konu, sem lifir hann, Elna Rertha f. Patrunky, og eiga þau eina dóttur, sem gift er norskum verkfræðingi í Osló. Gfsli var vinsæll læknir og vænn maður, stór vexti og friður sýnum. Um eitt skeið var hann í stjórn Hafnardeildar Bókmenntafélagsins. Frá Siglufirði. Óstillt tíð að undanförnu og stopular gæftir. Góður afli, þegar gefur á sjó. Snjóað hefir dálitið, í dag er norðaustan rok, með éljahryðjum. Rússneska skipið Arcos frá Arkangel var hér nýverið og tók 24767 tunn- ur síldar hjá Einkasölunni. Síldin verður fiutt til Arkangel. Annað rússneskt skip er á leiðinni til að taka þær 3 — 4000 tunnur, sein eftir eru. Verða þær flutt- ar til Leningrad. Frá Grænlandi. Forsætisráðherra Stauning, sem einnig er fiskimálaráðherra, skýrir meðal ann- ars frá eftirfarandi, eftir heimkomu sína frá Grænlandi: »Nýjan atvinnuveg Grænlendinga má nú telja fiskiveiðar, þar sem selveiðin áður var hin eina vinna þeirra til að framfleyta lifinu. Á litlum húðkeipum, og léttum skinnbátum, sem gerðir voru úr selskinni, ráku Grænlendingar selveiðar, og veiðimenn þeirra voru hafð- ir i mestum metum. Selurinn er nú að mestu horfinn, einkum frá mið- og suð- urhéruðum landsins; er það mikið tjón fyrir landsbúa, því auk annars verðmæt- is, notuðu þeir skinnin til fatnaðar og verða þeir þvi að kaupa skinn frá stöð- um, þar sem selurinn veiðist enn, eða þá kaupa tízkufatnað, sem er lakari og skjólminni en selskinnsfötin,og verða þeir auk þess að afla sér annarar fæðu, með öðru fyrirkomulagi en áður var. Það hefir því orðið að vekja áhuga Grænlendínga fyrir fiskiveiðum og svo vel hefir viljað til, að gnægð fisks hefir verið við strendur landsins hin síðustu ár. Rannsóknir, sem fram hafa farið í mörg ár, sýna, að áraskipti eru á fisk- göngum upp að ströndunum. Oft hefir þorskur, vart gengið upp að landinu í mörg ár í senn, og er því ekki að furða, þótt Grænlandsstjórninni þyki varhuga- vert að treysta of mjög á hin miklu afla- brögð og góðæri, sem þar hafa verið hin síðustu árin. Þó hefir orðið að ná i björg- ina er hún gefst og veiðarnar eru á hinum síðustu árum, orðnar aðalalvinnu- vegur landsmanna. Við Julianehaab og aðrar nýlendur í suðurbluta landsins, hafa fiskverkunar- hús verið reist; eru það nýtízku hús,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.