Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 3

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉL AG S ÍSLANDS 26. árg. Reykjavík. — Júlí 1933. Nr. 7. Viðskiftasamkomulag milli íslands og Sameinaða Konungsríkisins Stórabretlands og Norður-írlands. Gert I London 19. maí 1933. Ríkisstjórn lslands og rikisstjórn Sam- einaða Konungsríkisins Stórabretalands og Norður-írlands, sem báðar óska að greiða fyrir og eíla verzlunarviðskiptin milli konungsríkisins íslands annarsvegar og Sameinaða Konungsríkisins Stórabret- lands og Norður-írlands hinsvegar, hafa gert með sér samkomulag um það, sem hér fer á eftir: 1. grein. Af vörum þeim, sem taldar eru í skrá þeirri, sem fest er við samkomulag þetta, °g framleiddar eru eða tilbúnar í Sam- einaða Konungsríkinu, hvaðan sem þær koma, skal eklci krafist annara eða hærri tolla eða gjalda við innflutning til lslands eo þeirra, sem taldir eru upp í skránni. 2. grein. L Af nýjum eða söltuðum fiski (öðr- Ul» en skelfiski), sem fluttur er frá ís- landi til Sameinaða Konungsríkisins skal ekki krafist annars eða hærri tolls eða gjalda en 10% verðtolls. 2. Rikisstjórn Sameinaða Konungsrík- lsins skuldbindur sig til, ef sett verða ákvæði til þess að takmarka magn af fiski, sem leyft sé að flytja inn til Sam- einaða Konungsríkisins, þá skuli heildar- magnið af nýjum fiski og óverkuðum saltfisk, sem heimilt sé að ílytja inn frá íslandi, öðrum en laxi, silung, ál eða vatnafiski, ekki fara neitt ár niður fyrir 354,000 cwts., enda séu 104,000 cwts. af þessu minnsta magni.óverkaður saltfiskur. 3. Ríkisstjórn Sameinaða Konungsrikis- ins skuldbindur sig til þess að setja þau ákvæði, að endurgreiddur skuli tollur, sem greiddur hefur verið af nýjum fiski eða óverkuðum saltfiski við innflutning til Sameinaða Konungsríkisins, ef fiskur- inn er fluttur út sem þurkaður saltfisk- ur eftir að hafa verið verkaður í Sam- einaða Konungsríkinu úr nýjum fiski eða óverkuðum saltfiski fluttum frá íslandi. 4. Núgildandi ákvæði um, að þurkaður saltfiskur, sem framleiddur hefir verið á íslandi, skuli vera undanþeginn innflutn- ingstolli, ef hann er fluttur til Samein- aða Konungsrikisins einungis til þess að verða endurútflutlur þaðan eftir flutning um Sameinaða Iíonungsríkið eða eftir umhleðslu þar, skulu gilda áfram. 5. Ákvæðið í þessari grein »fiskur, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.