Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1933, Page 5

Ægir - 01.07.1933, Page 5
ÆGIR 171 tilkynnt hinu samkomulagsríkinu sex mánuðnm fyrir lok hins nefnda þriggja ára tímabils, að það vilji láta samkomu- lagið falla úr gildi, þá skal það gilda áfram þar til sex mánuðir eru liðnir frá því slík tilkynning er gefin, enda sé full- nægt ákvæðunum í 1. lið bókunarinnar, sem undirrituð hefur verið á þessum sama degi. Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem hafa til þess fullnægjandi umboð, ritað nafn sitt undir samkomulag þetta og sett innsigli sín þar við. Gert í London þann nítjánda dag maí- naánaðar árið nitján hundruð þrjátiu og þrjú í tveimur eintökum á íslenxku og tveimur eintökum á ensku, og skulu báðir textar vera jafngildir. BÓKUN Um leið og samkomulag um verzlun- arviðskipti, dagsett þennan sama dag, nailli ríkisstjórnar Islands og rikisstjórnar Sameinaða Konungsrikisins Stórabret- lands og Norður-lrlands, er undirritað, lýsa undirritaðir, sem hafa til þess full- nægjandi umboð, því yfir, að þeir hafi fallist á ákvæðin, sem sett eru í bókun þeirri, sem hér fer á eftir, en bókun þessi skal vera efnishluti samkomulags þess, er ofan greinir: 1. Bíkisstjórn Sameinaða Konungsrík- isins skal hafa heimild til þess að segja UPP samkomulaginu hvenær sem er með Þriggja mánaða fyrirvara, ef á einhverju einu ári innflutningurinn til íslands á kolum, sem unnin hafa verið í Samein- aða Konungsrikinu, fer niður fyrir 77°/o af heildarinnflutningnum af kolum til tslands á sama ári, samkvæmt opinber- una íslenzkum verzlunarskýrslum. Sam- komulagið skal þó ekkí ganga úr gildi vegna þessa ákvæðis, ef á tímabilinu milli uppsagnardagsins og dags þess, sem það ætti að ganga úr gildi samkvæmt uppsögninni, svo mikið hefur verið flutt inn lil íslands af kolum unnum í Sam- einaða Konungsrikinu, að það bæti upp það, sem á hefur skort. Samkomulagsrikin taka tillit til efnis bréfs til formanns íslenzku sendinefnd- arinnar, dagsett í dag, og undirritað fyrir hönd kolaiðnaðarins í Sameinaða Kon- ungsríkisins af formanni »Central Council of Colliery Owners« og af formanninum fyrir »The British Coal Exporters’ Federa- tion«, þar sem þeir láta í Ijósi ósk þeirra og fastan ásetning að gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til þess að fullnægja kröfum íslenzkra kolakaupenda og kola- notenda, og hafa með það fyrir augum gefið islenzkum kaupendum og notend- um kola, þau tryggingarloforð, sem felst í nefndu bréfi, um verð, gæði, að birgðir séu fyrir hendi, og önnur efni. Réttur ríkisstjórnarinnar í Sameinaða Konungs- ríkinu til þess, samkvæmt framansögðu, að segja upp samkomulagi með þriggja mánaða fyrirvara þegar þær ástæður eru fyrir hendi, sem þar er getið, er því skil- yrði bundinn, að fullnægt sé nefndum tryggingarloforðum. 2. Það er samkomulag um, að orðin »erlent ríki« gagnvart Sameinaða Kon- ungsríkinu skuli merkja ríki, sem ekki er hluti Bretaveldis eða land háð vernd eða fullveldi Breta, eða land með um- boðsstjórn, þar sem ríkisstjórn einhvers hluta Bretaveldis hefur á hendi umboðs- stjórnina. 3. Ríkisstjórn Sameinaða Konungsrík^ isins lýsir því yfir, að hún mundi ekki krefjast að fá að njóta neinnar þeirra ívilnunar, sem ísland veitir Danmörku einvörðungu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.