Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1933, Side 10

Ægir - 01.07.1933, Side 10
176 ÆGIR mundi ekki auka saltsíldarveiðina og þó er það hún, sem mesta sölumöguleika hefur. Þörfin á síld, sem krydduð er á sildveiðiskipum við Island, getur eigi komið i stað þeirrar, sem luydduð er á landi. Verzlunarpólitík mælir einnig móti þvi, að reglugerð sé hér sett. Utgerðin hefur komist að því, að eins og ástatt er nú, sé premíuaðferðin, sem áður er getið, hin eina rétta leið, til þess að hvetja Svía til að halda uppi síld- veiðum við ísland. Eigi hafa Svíar séð sér fært að koma á mati á sild og stuðla með því að verðmæti aflans. (Ny svensk Fiskeritidsskrift ’/a 1933). Hann er bara sjómaður. í fyrsta árg. Ægis, bls. 74, er grein með þeirri yfirskrift, sem notuð er hér, en þótt efnið sé líkt þar, þá er ekkert tekið upp úr henni í eftirfarandi. Víða hefur sú hugmynd ríkt, að verði engu tauti komið við ungling á landi, þá sé eina ráðið að senda hann »til sjós«. Þetta orðatiltæki að senda einhvern »til sjós«, er nokkuð viðtækt, því skipin eru margvísleg, skipstjórar og stýrimenn eru langt frá því eins, og skipin því mis- munandi uppeldisstofnanir fyrir óþekka stráka. Samt sem áður hefur þetta verið gert frá alda öðli, og þótt undarlegt megi heita, hefur aðferðin oftast borið árang- ur, þó mismunandi góðan, en víða á- gætan. Fer hann nokkuð eftir þvi, hverja yfirmenn þeir hitta fyrir, hvernig ferð- um sldpa er hagað, hverskonar sldp það er, sem á að verða heimili unglingsins og svo ótal margt, sem foreldrar eða vandamenn, sem senda syni sína þannig út í hláinn, hugsa ekkert um og hafa oft og einatt enga hugmynd um, út í hvað er lagt. Ekki heldur er hugsað um það, hverskonar liðsauki er boðinn fram, þegar óþekkum strák er komíð á skip, en oftast fer þó svo, að hann er gerður að manni á sjónum. Fyrsta árið er allt nýstárlegt, sem fyrir augu ber þar sem hann kemur á skip- inu; því næst fer hann að eiga von á kauphækkun, margt stuðlar til að hon- um líki lífið, einkum hafi hann hilt á góða félaga á skipinu og loks verður hann fullkominn háseti, segjum eftir 3—4 ár, en þar er takmarkið, nema hann sé sparsamur eða eigi einhvern að, sem styrkir hann til að taka stýrimannapróf. Þó mun það svo með flesta siglinga- menn, sem flækjast víða um höf, að þegar þeir hafa verið í siglingum 8—10 ár, þá óska flestir þess, að þeir gætu fengið vinnu á landi, en þeir eru margir svo, að heppnist það, þá kunna þeir lítið til verka þar og margir kunna ekki við sig á landi og langar aftur út á sjó- inn. Þeir eru því bara sjómenn, sem virðist vera sá titill, sem almenningi þykir eiga við, þegar talað er um getu, kosti eða lesti þeirra, sem stunda eða stundað hafa sjó. Það er þýðingarlítið að útskýra fyrir almenningi, hvernig líf sjómanna er, þeg- ar á allt er litið, hvort heldur eru far- menn eða fiskimenn. Þær menningar- þjóðir eru til, sem kunna að meta starf þessara manna og sýna stéttinni sóma á ýmsa vegu, en lítið er um slíkt hér á landi. 1 vetur voru hafin samskot til sameig- inlegs minnisvarða, sérstaklega reistur þeim, sem drukknuðu á þilsldpinu »Tal- isman« sem strandaði utarlega við Súg- andafjörð, að vestanverðu, í svonefndri Kleifavik, hinn 24. marz 1922; væri það gleðiefni, yrði þessu komið í framkvænad,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.