Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1933, Qupperneq 21

Ægir - 01.07.1933, Qupperneq 21
ÆGIR 187 nú má svo heita, að hvorugt sé við- haft. 27. júlí 1983. ■ Sveinbj. Egilson. Frú Elín Stephensen, ekkja Magnúsar landshöfðingja Stephen- sen, andaðist í Reykjavík hinn 15. júli, 76 ára gömul, merk og mæt kona. Jarðarförin fór fram 24. s. m. Hús Fiskifélags íslands. Hinn 26. maí þ. á. var byrjað að steypa grunn húss þess, sem Fiskifélag íslands lætur nú reisa og laugardaginn 22. júlí var steypu lokið, þar með talin skiirúm, stigar o. fl. Húsið stendur við norðurenda Ingólfs- strætis, þar sem það mætir Skúlagötu. Byggingameistari Kornelíus Sigmunds- son stendur fyrir verkinu. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1933. Nr. 3. 8. Gamla vitahúsið á Fiskakletti í Hafnarfiröi verður rifið í þessum mánuði. Verður þá dagmiðið f}TÍr inn- siglingu á fjörðinn: »Járngrind með spjaldi á Fiskakletti í innsiglingarvitann«. Merkið á Fiskakletti er járngrind með 7 m háu, 3 m breiðu spjaldi, hvit- og rauðmáluðu með lárétlum röndum. Yfir miðju spjaldinu er rauður tígull 8/4 na á hæð. (Sbr. Leiðsögubók 1932, bls. 36, 1. 23-28). 9. Bæjarstjórinn í Vestraanna- eyjnm tilkynnir, að flakið af færeyisku skútunni, sem sökk á leiðinni inn í höfn- ina þar í aprílrnánuði, hafi nú verið numið burt að fullu, og er því siglingin inn á höfnina aftur talin örugg. Sbr. auglýsingu 1933, nr.. 2, 4. Reykjavík, 23. júní 1933. Vitamálastjórinn. Th. Krabbe. Erlendur Árnason snikkari, andaðist að heimili sínu Skólastræti 5, hinn 30. júlí. Hann var hinn mesti sæmd- armaður og vel látinn af öllum er kynnt- ust honum. Hallgrímshátíðin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var haldin sunnudaginn 30. júlí. Um 2 þúsund manns munu hafa farið úr Reykja- vík til Saurbæjar, flest sjóleiðina, en margír tóku sér far í bílum. Hve marg- ir voru samankomnir við bátíðahaldið er óvíst, en gizkað er á, að ekki færri en 3 þúsund manns hafi þar verið. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju kl. 11 árdegis og að henni lokinni lagði prestur staðarins, síra Sigurjón Guðjóns- son, blómsveig á leiði Hallgríms Péturs- sonar og flulti þar stutta minningarræðu. Eflir það dreifðu menn sér upp um hlíð- ar og út um haga. Síðan byrjuðu ræð- ur og síðast frjálsar skemmtanir. Veður var hið blíðasta allan daginn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.