Ægir - 01.09.1933, Page 4
210
ÆGIR
félagsins til aðstoðar í húsbyggingarmál-
inu, greiddu fyrir því á alla lundogfor-
seti Kr. Bergsson vann ótrauður, ásamt
meðstjórnendum, að því að leiða þetta
mál á farsæla braut.
Útboð til húsasmiða voru send út og
þau opnuð hinn 5. apríl og hlaut Korn-
elíus húsameistari Sigmundsson verkið;
var hans tilboð lægst. 7. apríl hófst vinna
við grunninn.
Hinn 26. maí var sprengingu klappar
þeirrar, er fjarlægja þurfti lokið svo, að
byrjað var að steypa grunninn.
Hinn 22. júlí var húsið fullsteypt og
hinn 26. ágúst var svonefnt reisugildi
haldið í húsinu sjálfu og öllum þeim
boðið, sem að verkinu höfðu staðið.
Og að lokum komum við að þriðju-
deginum 12. september er ráðherra Magn-
ús Guðmundsson leggur hornstein hins
nýja húss að mörgum viðstöddum, kl.
3l/2 e. h.
Á pergament hafði eftirfarandi verið
skrautritað og komið fyrir i loftþéttu blý-
hylki, sem lagt var bak við hornsteininn.
Afrit af því las ráðherra upp.
Ritað á hornsleinsskjalið:
»Fiskifélag íslands, sem er stofnað 20.
febrúar 1911, til þess að efla fiskiveið-
ar og farmennsku íslendinga, lét reisa
hús þetta.
Hornstein þess lagði Magnús Guð-
mundsson ráðherra.
Konungur íslands og drottning voru
þá: Christian X. og Alexandrine.
Ráðherrar: Ásgeir Ásgeirsson, Magnús
Guðmundsson og Þorsteinn Briem.
Stjórn Fiskifélags íslands: Kristján
Bergsson forseti, meðstjórnendur: Bjarni
Sæmundsson og Geir Sigurðsson.
Guðjón Samúelsson húsameistari gerði
uppdrætti hússins.
Ríkisstjórnin gaf félaginu, með sam-
þykki Alþingis, lóðina undir húsið.
Kornelíus Sigmundsson húsameistari
byggði það.
Reykjavík 12. dag septembermánaðar 1933.
(sign.) Kristján Bergsson.
(sign.) Bjarni Sœmundsson.
(sign.) Geir Sigurðsson.
Ráðherra Magnús Guðmundsson tók
til máls og byrjaði á að rekja sögu og
tildrög til húsbyggingarinnar og er hér
aðalefni úr ræðu hans.
Á Fiskiþinginu 1919 var samþykkt að
leggja árlega 1000 krónur i sérstakan
húsbyggingarsjóð. Þessi sjóður var orð-
inn um 20 þús. krónur á seinasta ári
með vöxtum og gjöfum, sem bonum
höfðu borist frá ýmsum, svo sem Hann-
esi Hafliðasyni fyrsta forseta félagsins,
Geir Sigurðssyni skipstjóra og Magnúsi
Sigurðssyni bankastjóra.
Menn sáu fljótt, að það mundi eiga
langt í land að félagið gæti byggt hús,
ef ekki fengist meira fé en þetta. Á Fiski-
þinginu 1930 var þvi ákveðið að skipa
tvo menn til þess að vera í ráðum með
félagsstjórn um húsbyggingarmálið. —
Völdust til þess bankastjórarnir Magnús
Sigurðsson og Jón ólafsson. —
Á seinasta Fiskiþingi var svo ákveðið,
að verja mætti úr félagssjóði 70 þús. kr.
(eða allt að 100 þús. kr.) til þess að
kaupa hús eða byggja. Voru þá kosnir
ráðunautar félagsstjórnar Th. Krabbe
vitamálastjóri og Bened. Sveinsson fyrv.
alþm. Var fyrst reynt að fá hús keypt,
en ekkert hentugt fékkst. Var því ákveð-
ið að byggja nýtt hús og fara fram á
það við ríkisstjórn og Alþingi, að félagið
fengi ókeypis lóð undir það þar sem
Höfn var. Ríkisstjórnin lagði til við Al-
þingi, að það yrði við þessari beiðni og
samþykti Alþingi það.
Ráðherrann þakkaðí öllum þeim, sero