Ægir - 01.09.1933, Qupperneq 25
ÆGIR
231
Það er dýrt að seta met. Vanalegur
hraði skipsins eru 25 sjómílur og brenn-
um við 700 tonnum af olíu á sólarhring
með þeim hraða, en ef við eigum að
bæta 2 sjómílum við, þá brennum við
900 tonnum. Vanalega er gufuþrýsting-
urinn 150 pund á ferþumlung, en þegar
met hafa verið sett hefur gufuþrýstingur
verið 190 pund. Mr. Barton kvaðst aldrei
gleyma þvi, hversu allt varð auðveldara
og hreinlegra eftir farið var að kynda
með olíu og hin »svarta fylking« (Black
Brigade) hvarf úr vélarúmum. Meðan
kolum var brennt annaðist einn kynd-
ari þrjú eldstæði og það var þrælavinna
og þegar þess er gætt, að 1000 tonnum
af kolum var mokað og brennt á sólar-
hring auk þess sem ösku þurfti að fjar-
lægja, þá hljóta allir að skilja að vinna
við katlana var ógurleg. Á leiðinni frá
Plymouth til Cherbourg, áður en kapp-
sigling við »Bremen« byrjaði, skreið
»Mauretania« 281/* sjómílur á klukkust.
og það er meiri hraði en »Bremen« hef-
ur nokkurntíma farið eða mun fara. Síð-
an farið var að brenna olíu, þarfað eins
einn mann til að gæta 12 eldstæða, en
þau eru alls 192, en meðan kolum var
brennt, var vélaliðið 392 menn og með-
al þeirra voru margir ofstopamenn og
oft bardagar í ketilrúmi. Þar vinna nú
friðsamari menn og liprari, en þeir myndu
ekki þola þá vinnu, sem hér átti sér
stað, meðan kolin voru eldsneytið.
Vélstjórarnir töluðu síðan fram og aft-
ur um ýmsa viðburði á hafinu, svo sem
hjörgun og aðstoð, sem »Mauretania«
hafði verið viðriðin o. m. fl. Þeim kom
vel saman um, hve almenningur væri
ókunnur öllu þvi, sem fram fer í véla-
rúmum skipa og af því stafaði það, að
þeir sem ynnu á þilfari fengju allan heið-
ur fyrir sett met, bjarganir úr sjávar-
háska og þess háttar, þótt vélaliðið ætti
bezlan þátt í að slíkt mætti takast og
kvöddust að lokum með þeirri ósk og
sannfæringu, að gamla »Mauretania« ætti
enn eftir að seta met og halda áfram að
eiga »bláa bandið«, sem hún hefur svo
lengi gælt með sóma.
(Lauslega þýtt.)
Nafnabreytingar á skipum.
Hinar tíðu breytingar á nöfnum skipa
og mótorbáta, sem hér stunda veiðar,
fara að horfa til vandræða og kemur sér
illa á margvíslegan hátt.
Þar sem skip ganga kaupum og söl-
um eins og hér hefur orðið raun á, er
vart að furða þólt nýir eigendur vilji
breyta um nafn, einkum skyldi sú trú
sem áður var, vera rikjandi enn þá, að
heppni fylgdi breytingu á skipsnafni, en
þegar skip heita tveim mismunandi nöfn-
um sama árið og nýtt nafn kemur næsta
ár, skömmu eftir að sjómannalmanakið
með islenzka skipalistanum er komið út,
þá fer að vandast málið. Með þessum
tíðu nafnabreytingum verður skipalistinn
aldrei nákvæmur og sum skip er þar
ekki auðið að finna. Væri nafnabreyting-
um hagað þannig, að skipaskoðunar-
stjóra væri tilkynnt nógu snemma, með-
an á samning skipalistans stendur, að
frá næsta nýári yrði nafn skips, það sem
eigandi tiltæki, og yrði hið sama árið
út, rneðan skipalisti fyrir það ár er í
gildi, þá væri mikið unnið, en þessar si-
feldu nafnabreytingar jafnvel á miðju
ári, ættu að leggjast niður sem fyrst.