Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1939, Blaðsíða 6
88 Æ G I R Hins vegar verður mikil aukning í þorsk- flökum og eru nú seldar fyrir fram 560 smál. af þeim. Ennfremur er nokkur aukning i ýsuflökum. Af ýsuflökum eru nú seldar fyrir fram ca. 140 smál., 75 smál. steinbítsflök og 35 smál. karfaflök. Allur útfl. af þessum fisktegundum 1938 nam ca. 260 smál. — Ef verðið og framl. á flatfiski minnkar ekki, ælti útfl. 1939 því að verða allmikið meiri en 1938. S. 1. ár nam útflutningsverðmæfið kr. 1 632 þús. í ár ætti útfl. verðmætið að nema tæpl. 2 millj. króna og með gengisl. ea. kr. 2 200 þús. Hingað til liefir Bretland verið nálcga eina landið, sem keypt hefir af oss fryst- an fisk. En það þarf að leggja álierzlu á að vinna fiskinum markað líka i öðrum löndum. Sérstaka áherzlu þarf að leggja á Pólland, en viðskipti við það land hafa undanfarin ár farið út um þúfur, veg'na þess fyrirkomulags, sem þar er á úthlut- un innflutningsleyfa samfara flutnings- erfiðleikum. Isl. þorskurinn er viður- kenndur í Póllandi fyrir gæði, og margir innflytjendur vilja gjarna kaupa hann. Eg hefi séð fiskikarlana í Gdynia núa saman höndunum af ánægju, þegar þeir tala um „Islendinginn“. Ef vér hefðum greiðar samgöngur við Pólland og ekki stæði þar á innfl. leyfum, ættum vér að geta fengið þar allverulegan markað fyrir frystan þorsk og líka fyrir frysta Faxasíld. A þessu ári mun og' verða mikil aukn- ing í útflutningi á hraðfrystum lirognum til Bretlands, og ef vel er á lialdið, er ekki óliklegt að sá markaður geti i framtíð- inni orðið mikilsvirði fyrir útgerðar- menn við Faxaflóa, þar sem frysting hrognanna léttir líka á sænska markað- jnum fyrir sykursöltuð hrogn. Ég vil að lokum taka það fram, að vegna söluerfiðleika á smáum skarkola, hefir Fiskiinálanefndin neyðzt til að tak- marka það magn, sem fryst verður af skarkola undir 1 lb., við 40% af heildar- magninu. Þetta er í fyrsta skipti, sem slík takmörkun hefir verið sett, og má húast við að ýmsir sjómenn verði óánæg'ð- ir með hana. En við þá vil ég' seg'ja þetta: Það er tilgangslaust að framleiða vöru, fisk eða annað, sem ekki er hægt að selja, og það er tilgangslaust að eyða smákolanum, ef slíkt skapar engin verð- mæti í þjóðarbúið, en er eingöngu byrði á annari fiskframl. Sjómennirnir verða hér að taka höndum saman við frysti- húsin og reyna að forðast að veiða smá- kolann og' með þvi varðveita stofninn og' skapa sjálfum sér meiri afkomumögu- leika í framtíðinni. Sjómenn! Leggið vkk- ur eftir stóra kolanum og forðist smælkið. Stóri kolinn er sex sinnum meira virði en sá smái! Eftirfarandi tafla sýnir samanburð á því verði, sem Fiskimálanefndin greiddi fyrir fisk til frystingar 1938 og' því sem greilt verður á komandi sumri: 1938 1939 Rauðspretta I 0.55 pr. kg. 0.72 pr. kg. — II ....... 0.30 — — 0.35 ------------ — III ...... 0.20-------0.12----------- Sólkoli I . . . . 0.35 — — 0.55 --------- — II ....... 0.25 ------ 0.35 — — — III ...... 0.20-------0.12----------- Ýsa .......... 0.12-------0.15----------- Þorskur .... 0.7]% — — 0.10 — — Heildarverð í ár er því nokkru hærra en i fyrra, auk gengislækkunar, sem nú kemur sjómönnunum lil góða. — Það eina, sem lækkar í verði, er smákolinn og enda þótt svo sé, er liann samt lang verstu kaupin fyrir frystihúsin. Smákolinn hefir verið of- borgaður undanfarin ár og þvi ekki verið nema byrði á hinum fisktegundunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.