Ægir - 01.04.1939, Blaðsíða 7
Æ G I R
89
Veiðarfærin, útvegsmennirnir og S. í. F.
Aflabreslur og markaðsþrengingar und-
anfarinna ára liafa greitt fiskimannastétt-
inni og útgerðarmönnunum mörg þung
liögg. Þessum tveim stéttum liefir ekki
aðeins sviðið undan höggunmn, heldur
allri þjóðinni. Um alllangt skeið hefir það
verið öllum ljóst, sem augu hafa og vilja
sjá, að útvegurinn getur eklci þolað af-
leiðingar þeirra áfalla, sem á lionuin liafa
dunið og dynja, nema því aðeins, að hon-
um sé veitt ríkuleg hjálp. Útvegsmenn
hafa þráfaldlega leitað til þings og stjórn-
ar um aðstoð, en aldrei fengið það, sem
þeir vildu fá og þurftu að fá. Loksins á
elleftu stundu var hrugðið við, þegar sýnt
þótti að ólijákvæmilegt hrun væri fyrir
dyrum, ef áfram yrði látið reka andvara-
laust fyrir straumi fálms og úrræðaleys-
is. Sú aðstoð, sem útveginum hefir nú
verið veitt, með því að lækka krónuna,
kemur honum vitanlega að nokkrum not-
um. Hitt er vitanlega alveg óráðin gáta,
hvort álirif gengislækkunarinnar geti ork-
að þvi að losa útveginn úr þeirri hónda-
heygju, sem hann er í. Meðal útvegsmanna
uiun sú skoðun ríkjandi, að krónulækk-
Unin sé viðurkenning þings og stjórnar á
því, að óumflýjanlegt sé að reisa við út-
veginn og í kjölfar hennar muni koma
víðtækar ráðstafanir, sem miði að því, að
það geti orðið sem skjótast.
Þrengingar allra tíma hafa fært mönn-
um mikilsverðan l)oðskap, sem oftast hef-
ir átt veigamikinn þátt í því að losa þá úr
örmum erfiðleikanna. Meðal Islendinga
hafa örðugleikar síðustu ára skapað jarð-
veg fyrir þennan hoðskap, sem er i þvi
fólginn, að menn vinni saman, rétti hvor
óðrum hjálparhönd og létti hvors annars
hagga.
Piskimannastéttin og útgerðarmennirn-
ir hafa veitt þessum hoðskap áheyrn og
eru þegar ijyrjaðir að vinna í anda hans.
Fisksölusamlagið vottar um hugarfar lit-
vegsmanna í þvi að sameinast um sölu á
afurðum sínum. Olíusamlögin í Vest-
mannaeyjum og Keflavik eru táknandi
dæmi um þá nauðsyn, að útvegsmenn
kaupi vörur til útgerðarinnar i samein-
ingu. Félag útvegsmanna í Vestmanna-
eyjum hefir markað þá stefnu, sem út-
vegsmönnum um land allt yrði til virð-
ingar og gagns að taka upp. Auk olíusam-
lagsins í Eyjum liefir verið stofnað þar
netagerð og lýsissamlag. Flestir vita að
Eyjaskeggjar hafa liaft mikið gagn af
þeirri samvinnu, er þeir hafa haft um
framkvæmd þessara mála.
Þegar um það er að ræða að vinna
að því, að koma útveginum á fjárhags-
lega traustan grundvöll, er það veigamikið
alriði, að hann geti fengið svo góðar og
ódýrar vörur sem auðið er. Og nú orðið
hlandast útvegsmönnum ekki hugur um,
að þeir verði að sameinast um kaup á út-
gerðarvörum til þess að það megi takast,
alveg eins og þeir hafa sameinast um
sölu á afurðum sínum.
Megnið af ísl. vélbátaflotanum stundar
þorskveiðar með línu. Það er því óhemju
mikið, sem notað er af línu hér allt árið
um kring og óhætt er að fullvrða, að hún
er dýrust þeirra veiðarfæra, sem veitt er
á liér við land. Fyrir nokkrum árum var
stofnuð liér veiðarfæragerð, og hefir hún
spunnið nær einfarið alla þá línu, sem
notuð hefir verið hér síðan hún tók til
starfa. Eftir því sem fiskimönnunum seg-
ist frá, mun lína Yeiðarfæragerðarinnar
yfirleitt hafa reynzt allvel. En söluverð
hennar hefir verið nokkuð hærra, en hægt
hefir verið að fá samskonar erlenda linu