Ægir - 01.04.1939, Blaðsíða 21
Æ G I R
103
Akranes. Frh. af hls. 98.
Þar hefir yfirleitt verið tregur afli allan mán-
u'ðinn. Tveir bátar stunda netaveiðar þaðan,
og hafa þeir aflað sæmilega. Nokkrir bátar
liafa stundað þaðan handfæraveiðar á grunn-
niiðum og aflað vel, einkum fyrst í mánuðin-
um. Togarinn Sindri var á ufsaveiðum þar til
vilui af april, en fór síðan á saltfiskveiðar.
Reykjavík.
Útilegubátarnir hafa al'lað heldur treglega
i aprii, en linuveiðararnir mun betur, einkum
tveir þeirra. Vélbátarnir „Geir goði“ og „Aðal-
b.jörg“ hafa stundað veiðar með botnvörpu og
aflað vel. Um páskaleytið var mikill fiskur i
Hvalfirði, Kollafirði og víðar í grennd við
lieykjavík. Gengu margir trillubátar lil veiða
um það leyti og öfluðu sumir ágætlega. Fiskur
er nú fyrir alllöngu horfinn af þessum slóðum.
Undanfarið hafa trillubátarnir sótt vestur á
Svið, en aflað frekar lítið.
Togararnir fóru almcnnt ekki á þorskveiðar
fyrr en i byrjun april og voru allir farnir (i.
apríl. Hjá þeim hefir verið mjög tregur afli,
livar sem leitað hefir verið. Togarinn „Hafstein"
kom inn í dag og er nú hættur veiðum í hili.
Vegna þess, hve togararnir hafa aflað lítið,
hcfir Fiskimálanefnd, að tillilutun rílcisstjórn-
arinnar, leigt togarana „Tryggva gamla“ og
„Þórólf“, til þess að leita að fiskimiðum fyrir
Vestfjörðum og Austurlandi. Þeir lögðu af stað
í þennan leiðangur kringum 20. apríl. Þegar
þetta er skrifað, liefir þeim ekki orðið neitt á-
gengl i leit sinni.
Mcirz: Jan.-Marz:
Síld (söltuð). tn. tn.
Samtals 2 499 18 585
Danmörk 1 669 3 755
Sviþjóð 430 805
Þýzkaland 400 686
Belgia • » 291
Bandaríkin . V 8 441
Pólland/Danzig . » 4 600
Önnur lönd » 7
Hrogn (söltuð). tn. ln.
Samtals 2 627 2 776
Sviþjóð 2 627 2 774
Bretland 2
r
Fiskifélai* Islands.
Hafnarfjörður.
Sömu sögu er að segja af togurunum, sem
þaðan ganga og Reykjavíkurtogurunum, að þeir
hafa aflað mjög lítið. Beztu veiðiferðina mun
togarinn „Júpíter" hafa farið, er hann kom inn
18. apríl með 97 föl lifrar, eftir 5 sólarhringa
útivist við Hraunið. Togarinn „Rán“ er hættur
veiðum fyrir nokkrum döguni. Sumir linuveið-
ararnir öfluðu vel framan af mánuðinum, en nú
eru flestir hættir. Linuveiðarinn Málmey hefir
veitt í net og aflað vel, eða 417 skippund i rúm-
an mánuð.
Suðurnes.
Þar hefir yfirleitt aflazt lieldur lítið í apríl.
l)ag og (lag hefir þó verið sæmilegur afli.
Flestir bátar af Vatnsleysuströnd héldu til
Reykjavíkur miðvikudaginn fyrir páska og
stunduðu veiðar þaðan um vikutíma. í Kefla-
vík hefir veiðst sild í lagnet annað veifið, síðan
8. apríl.
í skipasmíðastöð Péturs Wigelund i Njarðvík
er nú verið að smiða tvo báta. Er annar eign
Samvinnuútgerðarfélags Keflavíkur, og er liann
60 smál. að stærð. Hinn báturinn er 25 smál.
og er eign Svanlaugs Helgasonar frá Seyðis-
firði.
V estmannaey jar.
Góður afli var þar í páskavikunni og fékk
aflahæsti báturinn þá 90 skpd. Síðan hafa verið
góðar gæftir en afli frekar litill. Nokkrir bátar,
sem sótt liafa á Selvogsbanka, hafa þó aflað
allvel.
Verstöðvarnar austanfjalls.
Þar voru ágætar gæftir í páskavikunni og
afli góður, eða alls 360 skpd. í Þórlákshöfn,
350 skpd. á Stokkseyri og 100 skpd. á Eyrar-
bakka. I vikunni 16.—23. apríl voru mjög stirð-
ar gæftir sökum brims. Úr Þorlákshöfn var ró-
ið 5 daga og öfluðust alls 250 skpd. Frá Stokks-
eyri var róið 3 daga og öfluðust 290 skpd. og
frá Eyrarbakka var róið 2 daga og öfluðust þar
31 skpd.
Austfirðir.
Bátar fóru almennt lil Hornafjarðar í febrú-
ar, en siðan hefir afli verið þar afar tregur og
er útlitið mjög slæmt, þegar þetta er ritað.
Loðna hefir oftast verið nægileg þar, og er því
ekki beituleysi um að kenna. Dálítið hefir veiðst