Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1939, Side 12

Ægir - 01.04.1939, Side 12
94 Æ G I R cr stærsla fiskimannalögregla heinisins. Hún iiei'ir nóg að starfa og þó er öld um- renningsháttar og drykkjuskapar liðin hjá. Meðan á vertíðinni stendur er Lófóten sérstakt riki í norska konungsríkinu. Það hefir sín sérstöku lög, sina eigin lögreglu og sína eigin dómstóla. — Allir liátar, sem veiðar stunda, eru skrásettir i hók- um lögreglunnar og þar fá þeir silt ein- kennismerki. Fiskimennirnir eru allir rit- aðir i doðranta hennar. Það eru merki- legir doðrantar, þar eru margar hetjur skráðar. Það er orðið alrokkið. Götuvsiim er þagnaður að mestu aðeins heyrist óm- ur af fótatökum örfárra manna, sem annað veifið rennur með öllu saman við hafgnýinn. Ég Iief yfirgefið gluggann minn og lield niður Svolvertorgið á leið út í eftirlitsskipið „Nordtind“. Upp úr lúkarsopinu á einni netaskútunni kemur miðaldra karl. Hann skimar í allar állir. Rauða, þrihyrnda tréflaggið liefir verið tekið niður. „Ælli maður fari jiað ekki á morgun“, segir hann eins og' við sjálfan sig um leið og hann stingur sér aftur. Þcila er seinasta kveðja lians til dagsins. Klukkan er finnn að morgni. Hið marg- breytilega líf í Lófótenverunum er að hefjast með nýjum degi. Það á engan sinn líka. Ljós eru tendruð í 5000 fiskiskip- um. Vélarnar heilsa með dunk, dunk. Nú ríður á að vera snennna á ferli. Úti í Vest- firði — slærsla fæðingarheimili verald- arinnar — sveima milljarðar af þorskum, sem biða eftir því að sjórinn verði nægi- lega hlýr, svo að þeir geti hrygnt og síð- an haldið um úthöfin á ný. En veslings þorskurinn, hann fær kald- ar kveðjur. Við hafshotninn eru hundruð þúsunda af þorskanetum og milljónir öugla, sem bíða hans. Það cr vissulega enginn leikur að vera þorskur á Höla- hankanum, einhverju eflirsóltasla fiski- svæði nútímans. Ég er um borð í eftirlitsskipinu „Nord- tind“. Það liggur við útsigbnguna á Svol- verinu og bíður þess að klukkan verði liálf sjö, svo jjað geti hleypt öllum skaranum, netja- og línuveiðurunum, út á fiskisvæð- in. Það er hrífandi að sjá þúsundir af rauðum, grænum og hvítum ljósum, sem hækka og siga í undiröldunni. Uti við hafsrönd i Vcstfirðinum örlar fyrir dags- skímunni. Tindar Lófótenfjallanna marka við himinn kaldir og naktir, livítir og bláir. Skýjabólstrar lengst úti í fjarskan- um verða rauðleitir og boða dögun og sólarupprás. Rauðu ljósi er hrugðið upp í landi — rautt flagg er dregið við hún á eftirlits- skipinu og í sömu andránni stefna þús- undir fiskiháta lil hafs. Dunk, dunk, dunk. Vélarnar ganga hraðar og liraðar. Allir vilja verða fyrstir á miðin, til jiess að geta dregið netin sín og lóðirnar og klappað þeim gula. A svipaðan hátt hafa fiskimennirnir haldið til hafs í hundruð — já, þúsundir ára og alltaf í sama augnamiði. Áður voru jiað árar og' segl, nú er það vélaöldin. Þeir hafa he'ðið dagsins með óþreyju til j>ess að geta komist á miðin, dregið og dregið og bvlt jieim gula. Kynslóð eftir kynslóð hefir róið norður til Lófóten lil jiess að leita gæfunnar í jiessu risahapp- drætti — Lófótenveiðunum. Margsinnis hefir allt verið revtt lil á heimilinu af fölum og inat, því að ekkert er of gott fyrir þann, sem ællar til Lófóten. Hann verður að fá jiað sem til er, hvað sem konunni og króunum líður. Þráfaldlega hefir Lófótenfiskiniaðurinn komið fá- tækari heim en liann fór. En vonina tek- ur enginn frá lionuni. Næsta ár leggur hann aftur af stað og jieir sem lieima silja láta aftur allt al' hendi rakna, því

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.