Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1939, Side 13

Ægir - 01.04.1939, Side 13
Æ G I R 95 þeim má ekkert að vanbúnaði verða, sem ætla á brott.-------- Oslobilstjórinn getur liælt sér af því að geta stjórnað bílnum sínum i umferðar- þrengslunum, en hann mundi samt fyil- ast undrun, ef hann sæi hvernig formenn- irnir á Lófótenhafinu stjórna skútunum sínum. f>að er öllum ógleymanleg sjón að sjá allan Lófótenflotann lialda til veiða, t“n það er ókunnugum jafnframt óskilj- anlegt, hvernig það getur skeð áreksti’a- laust. Skúturnar auka skriðið og kljúfa undirölduna með 7 lil 8 milna liraða. Netaskúturnar lialda á sitt afmarkaða svæði og byrja að draga. Línubátarnir eiga sér einnig afmarkaðan bás. Fiski- svæðinu er nákvæmlega skipt milli netja- og linuveiðaranna og hvorugur má sækja annan heim. Það er dregið og dregið — sumir net, aðrir lóðir. Það verður að vera autt svæði fvrir liandfæraveiðarana þegar þeir koma og byrja að skaka klukkan 8. Eftirlitsskipið rennur með fullri ferð milli þúsunda báta og athugar hvort allt er með feldu, hvort ákvæðunum um skiptingu miðanna er lilýtt, hvort hand- færaveiðararnir laumast til að renna áð- Ur en þeirra tími er kominn, hvort þessir 18000 menn, sem nú eru á fiskisvæðinu, lialda settar reglur. Það er erfitt að liafa auga með öllu og það vrðu margir sektaðir, ef Jiræða ælli bókstaf Lófótenlaganna og ákvæði eftir- litsins. Skipstjórinn á „Nordtind“ tekur við og við upp blað og blýant og þá fara fiskimennirnir, sem sjá til hans, nærri llm það, að eitlhvað er á seiði, sem getur komið þeim í koll. Engin alvara er þó á ferðum, nema um endurtekið brot sé að ræða, en þá getur svo farið, að þeir verði að taka upp pyngjuna og borga sekt. í dag eru jiað einkum liandfæraveið- ararnir, sem gerast lirotlegir við lögin. ^ eðrið er indælt, og þeim er órótt að liggja og bíða og sjá linu- og netjaveið- arana innbyrða þorskinn, en mega sjálfir ekki bvrja fyrr en klukkan 8. Bátarnir eru mjög nærri liver öðrum. Það er oftast ekki meira en finnn og sex melra liil á milli þeirra, en saml nær flot- inn yfir tveggja milna svæði. Himnn gul- leita lilæ sjóklæðanna bregður bvarvetna fyrir og olíureykurinn frá vélunum liggur eins og fjólublátt ský yfir liafinu, en í þeim skugga lýsir allsstaðar af Lófóten- jxorskinum. Það er kjaftað, hölfað og skrækl, alll á hreinni norðlenzkn. Það er starfað á hafinu eins og i slórfenglegri mauraþúfu og allsslaðar talað um aðeins eilt — fisk. Netja- og linuveiðararnir hafa lokið við að draga skönimu eftir hádegi. Handfæra- veiðararnir eru nú einráðir á fiskisvæð- inu og skaka og skaka. Þeir liafa fengið talsvert af þorski. í vitund jieirra er hver þorskur i bátnum 50 aurar, en ekki deyj- andi skepna, sem blaktir sporðinum í seinasla sinn. Klukkan fjögur eru liand- færaveiðararnir hæltir að skaka og lialdn- ir heim, jiví að fiskisvæðið verður að vera autt, jiegar netja- og línuveiðar- arnir koma aftur og leggja á ný. — Þegar seinustu geislar kvöldsólarinnar kveðja hliðar Lófótenfjallanna er grafkyrrt á liafinu og engan bál að sjá, svo langt sem augað eygir. Eftirlitsskipið er eill á sveimi og skyggnisj eftir, hvort nokkurs- staðar sé veiðijijófur ó ferð. En inni í verstöðvunum gengur allt sinn vanagang. Net eru greidd og þurrkuð, lóðir beittar, fiskurinn slægður, jiveginn og saltaður. Að Jiessu loknu taka fiski- mennirnir fvrst til matar sins. í önn dags- ins vinnst ekki tími lil að fá sér nema eina krús af kaffi og nokkrar brauð- sneiðar. Þegar langt er liðið á kvöld, verð- ur fyrst hljótt i verhúðunum, i skútunum — í öllu verinu. Þær þúsundir af mönn-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.