Ægir - 01.04.1939, Síða 15
Æ G I R
97
5. Ennfremur ályktar fundurinn, að skora á
Alþingi og ríkisstjórn að gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til þess að halda í skefjum al-
mennri dýrtíð í landinu með öflugu verðlags-
eflirliti.“
Flutningsmaður Sveinbjörn Árnason, út-
gerðarmaður i Garði.
1 íiefndina voru kosnir:
Kristján Einarsson.
Hafsteinn Bergþórsson.
Intjvar Vilhjálmsson.
Ólafur Auðunsson.
Svcinbjörn Árnason.
Fornfálegur fiskur,
fundinn nýleg’a við Afríku.
Sjófiskafræðingum þykja það ekki nein
stórtíðincli, ])ó að „nýjar“, þ. e. a. s„ áður
óþekktar fiskategundir finnist, meira eða
minna skyldar fiskum þeim (brjósk- og
beinfiskum), sem nú lifa í liöfum jarðar-
innar. Beinfiskarnir eru að minnsta kosti
mjög fjölskrúðug hryggdýradeild í nú-
tíðinni og sennilega miklu fjölskrúðugri,
en menn grunar og á það einkum við
mn sjófiskana, sem leynast í djúpiun
hafsins. Af þeim má ávallt búast við að
finnist „nýjar“ þ. e. áður óþekktar teg-
undir. En reglulegir beinfiskar eru jarð-
sögulega séð, seint til komnir, ekki fyrri
en á miðöld jarðar (trías), þar sem hins
vegar fiskarnir i heild tekið hafa verið til
irá því snemma í fornöld jarðar (á Sí-
lúrtíma) en að vísu mjög frumlegir, með
lirjósk i beinastað, sumir og brvnjaðir
af beinplötum, aðrir með gljáandi hreist-
ur og hreyfakennda útlimi likt og' lungna-
fiskar nútímans. Stóð hag'ur margra þess-
ara fiska með mestum blóma síðari liluta
fornaldar (devón- og steinkolatíma), en
á miðöld jarðar liðu þeir alveg undir
lok (sbr. fiskabók mína, bls. 38—40),
fvrir 50—75 miljónum ára (segja jarð-
fræðingar).
Mynd af flskinum, sem hér er sagt frá.
Þessvegna þótti það mikil nýhmda, að
um jólaleytið i fyrra (1938) veiddist á
40 fðm. dýpi, nokkurar sjómílur suðvest-
ur af bænum East London í Suður-
Afríku, fiskur, sem er svo gerólíkur öll-
um þeim fiskum, sem menn annars
þekkja í nútímaliöfum, að hann er skyld-
astur fiskum, sem síðasl lifðu á miðöld
jarðar, fyrir eittlivað um 50 millj. ára og
er að útliti svipaðastur lungnafiskum
vegna þess, hvernig flestir uggarnir eru
hreyfakenndir (eins og áður var minnst
á) og sporðurinn frumsporður, eins og á
þeim, og hreistrið líkt, en með aukasporð,
(eins og sumir fornfiskar) og höfuðið
þakið stórum beinplötum, en hryggurinn
mjúkur strengur og beinin brjóskkend.
Fiskur þessi, sem telst lil löngu aldauða
fornfiskaætlar, er nefnist Coelacanthidæ,
er talinn ný ættkvisl og ný tegund, er
hlotið liefir nafnið Lcitimeria chalumnæ
og sagður mjög fitumikill og engin smá-
kind, þar sem hann er á stærð við ríga-
þorsk, 150 cm. á lengd og vóg 127 pd.
(ensk). Gamlir fiskimenn þar syðra, sem
lievrðu um þenna fisk, vildu sumir segja,
að oftar mundi slíkur fiskur liafa veiðzt
á þessum slóðum og er það ekki ósenni-
legt, því að fvllilega má gera ráð fvrir,
að þessi fiskur hafi ekki verið sá síðasti
af gömlum stofni, sem þarna hefir geymzt
frá því á krítartíma. Samsvarar hann
mjög í sjónum lungnafiskum heitu land-
anna í vötnum. B. Sæm.