Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1939, Qupperneq 16

Ægir - 01.04.1939, Qupperneq 16
98 Æ G I R Erlendar fréttir. Uretar veita síldveiðimönnum lán og styrk. Brezkir sildvei'ðiinenn kvarta mjög undan þvi, að þeir séu liart leiknir að ýmsu leyti. F.ru þeir stöðugt að leita til rikisins með fjárliags- lega aðstoð. Nú nýverið hefir þeim orðið all- verulega ágengt, því að brezka stjórnin hefir ákveðið að veita 250 þús. sterlingspund ((i.750 ]uis. ísi. kr.) sem lán og styrk til þeirra síld- veiðimanna, er vilja láta siniða sér 55—75 feta langa vélbáta. Vélarnar eiga að vera brezkar. Engir umsækjendur koma til greina, nema þeir, sem geta lagt fram Vi o hluta af and- virðinu. Lán til þessara báta iná vera mest ”<i af andvirðinu. Styrkurinn er óafturkræf- ur, en lánin eiga að borgast upp á 20 árum og eru rentur af þeim 3 % %. Fljótandi síldarverksmiðja við Island. Undanfarin ár hefir verið mikið um það rætt meðal norskra útvegsmanna, er gera út á sildveiðar við ísland, á hvern hátt væri hægt að hagnýta þá síld, sem norsku skipin geta ekki saltað eða selt í bræðslu á íslandi. Sið- astliðið ár voru uppi kröfur uni að kaupa fljót- andi síldarverksmiðju, er starfaði við ísland yfir sildveiðitimann. Af þessu varð þó ekki í það skiptið, en i stað þess voru send hingað tvö flutningaskip, er tóku við bræðslusíld af Norðmönnum og fluttu til Noregs. í vetur liefir starfað nefnd, sem skipuð var til þess að atliuga á livern liátt væri lieppi- legast að ráða fram úr þessu máli. Nefndin hefir nú skilað tillögum, og leggur lnin þar til að keypt verði skip, sem sett verði í bræðslu- vélar, er geti unnið úr 2—300 þús. hl. af sild yfir vertiðina. Jafnframt leggur nefndin til, að ríkið greiði verksmiðjunni það tap, sem hún kann að verða fyrir af völdum þess, að síld- veiðin bregðist. Búist er við, að mál þetta verði leyst á svip- aðan hátt og nefndin leggur til og til fram- kvæmda koini nú á næstu vertíð. Stærsta fisksala Norðmanna til Pórtugal. Laust fyrir síðustu mánaðamót gengu Norð- menn frá samningum á sölu á 11 þús. smál. af verkuðum fiski lil Portugal. Þeir hafa aldrei fyrr selt þangað jafn mikið magn i einu. Sölu- verðið telja þeir mjög viðunanlegt. Fréttir úr verstöðvunum. 27. april. Hólmavík. Frá úlgerðarslöðvnnum við Steingrimsfjörð liefir aflazt dálitið i allan vetur, en gæftir hafa verið mjög stirðar. Síðari hluta aprílmánaðar hefir aflazt mikið af þorski á línu i Steingríms- firði. Arabátar og trillur frá Hólmavik liafa stunduin tvi- og þriróið sama daginn. Hefir verið mjög stutt að sækja, aðeins rétt út fyrir Hólmavik. Verstöðvarnar á Vcstfjörðum. 1 páskavikunni var mjög góður afli í Djúp- mynninu, en lakari í Súgandafirði og á þeim svæðum, sem Flaleyrarbátarnir lögðu. Stóru bátarnir frá ísafirði, sem hafa jafnan verið við Snæfellsnes, öfluðu þar mjög vel í páskavik- unni og einnig dável næstu viku á eftir. — Togarinn Skutull var búinn að fara 4 veiði- ferðir 1 (5. april og afla alls um 412 föt lifrar. Talið er, að fyrir páskana hafi komið mjög álitleg fiskiganga í ísafjarðardjúp. Auk þeirra báta, sem daglega róa úr landi, hafa einnig stóru bálarnir lagt lóðir sínar í Djúpið. Við það hefir afli minnkað þar mjög síðustu dagana. Þann 20. apríl veiddust 200 tn. af smásild inn í botni ísafjarðar. A ísafirði og viðar vestra er uppi sterk lireyf- ing uni að banna ölluin vélbátum ofan við 5 smá- lestir að leggja lóðir sínar innan við línu, er liugsast dregin úr innsta horni Stigaldíðar, rétt ulan við Bolungavík og yfir í Grænuhlíð, utan við bæinn Sléttu. — Sýslunefnd Norður-ísa- fjarðarsýslu liefir nú mál þetla lil meðferðar, og leggur nefnd, er kosin var i málið, það til, að linan verði færð úr Óshólum, innan við Bol- ungavík, og i Bjarnarnúp, og aftur úr Bjarnar- núp i Sléttu. Er búist við að þannig löguð fisk- veiðisamþykkt fái afgreiðslu í sýsluncfndinni. Ekki er almennt búið að skipta hhitiun land- róðrabáta á ísafirði, en talið er að hæstu hlutir muni nema 700 krónum. Verstöðvarnar undir Jökli. Framan af mánuðinum var mjög góð veiði bæði í Ólafsvík og á Sandi. Ólsarar telja, að ekki hafi aflazt þar jafnvei mörg undanfarin ár. Þegar á leið mánuðinn dróg mjög úr veið- inni og héfir sama og ekkert aflast þar und- anfarna daga. Framli. á bls. 103.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.