Ægir - 01.09.1954, Side 5
Æ G I R
211
urland. Hafa rannsóknir þessar miðaS að
því að kanna hverjar breytingar verða frá
ári til árs á þessu svæði, sem talið er hafa
mikla þýðingu fyrir síldargöngur upp að
landinu, ef af því mætti leiða nokkrar líkur
um göngur síldarinnar upp að ströndum
íslands á sumrin. S. 1. vor var þessurn at-
hugunum enn haldið áfram, og birtu vís-
indamennirnir tilkynningu að þeirn loknurn,
þar sem gerð var nokkur grein fyrir niður-
stöðum rannsóknanna. Rannsóknir þessar
hafa enn ekki staðið það langan tíma, að
unnt sé að byggja á þeim neina spádóma,
enda telja vísindamennirnir það ekki vera í
sínum verkahring að spá, a. m. k. ekki enn
sem komið er. Gera þeir aðeins samanburð
á ástandinu frá ári til árs og svo er það
hvers og eins að meta, hverjar likur séu
fyrir veiði. Rannsóknirnar í ár leiddu í ljós,
að ástandið á hafsvæði því, sem hér er um
að ræða, var í mörgum meginatriðum svip-
að og verið hafði 1951, en einmitt það ár
hafði árangur veiðanna verið þannig, að
komist varð hjá stóráföllum. I fyrsta skipti
á þessu ári gátum við Islendingar lagt til
skip í þessar rannsóknir, sem búið var full-
komnustu síldarleitartækjum, þar sem Ægir
hafði verið útbúinn með Asdictæki. Áður
hafði norska rannsóknarskipið G. O. Sars
haft slíkt tæki til mikils gagns fyrir rann-
sóknirnar. Rannsóknir Ægis gátu því ekki
í öllu verið sambærilegar við íslenzku rann-
sóknirnar frá fyrri árum, þar sem lítil skil-
yrði höfðu þá verið til þess að finna síld á
i'annsóknarferðunum. Nú kom það hins
vegar í Ijós, að sildar varð vart í hafinu all-
langt norður af landinu, en ekki var vitað
um síldargöngur þar áður á þeim tíma.
Mátti af því draga þá ályktun, að meiri von
væri til þess en áður, að síldin kæmi upp að
landinu, ef skilyrðin nær landi yrðu hag-
stæð.
Það var því ekki óeðlilegt, að nokkur
hugur væri í mönnum að stefna skipum sín-
um til síldveiða, og svo fór, að alls tóku
þátt í veiðunum 189 skip. Var það 26 skip-
um fleira en verið hafði árið áður. Það kom
einnig hrátt í Ijós, að vonir manna mundu
ætla að rætast um a. m. k. sæmilega veiði.
Töluverð síld virtist vera í hafinu út af
Norðurlandi og á stærra svæði en verið
hafði undanfarin ár, og virtist svo jafnvel
um tíma sem hún væri á leið upp að land-
inu. Hér greip svo tíðarfarið inn i, allharka-
lega eins og áður segir, og kom algerlega
í veg' fyrir frekari veiði. Má telja vafalítið,
að útkoman hefði orðið öll önnur, ef svo
hefði ekki farið.
Á aö hætta að gera út til sumarsíldveiða?
Það hefur jafnan verið svo, þegar illa
hefur gengið á síldveiðunum nú undanfar-
inn áratug, að þeirri spurningu hefur verið
varpað fram, hvort ekki ætti að hætta að
gera út á síldveiðar að sumrinu, og hefur
þetta orðið því tíðari spurning eftir því,
sem aflabresturinn hefur orðið meiri og
oftar. Þeirri spurningu er oft varpað fram
hugsað eða vanliugsað, hvers vegna menn
séu eig'inlega að fara á síld, þetta sé ófor-
svaranleg sóun á dýrmætum fjármunum
og' mætti verja því fjármagni, sem til sild-
veiðanna fer, miklu hagkvæmara á annan
hátt. í rauninni er ekkert við því að segja,
þótt menn varpi fram slíkri spurningu og
engin von til þess, að allur þorri manna
geti gert sér þess noklcra grein, hver rök
liggja til þess, að farið er til síldveiða þrátt
fyrir margvísleg vonbrigði ár eftir ár. Ég
tel því rétt, að ég noti nokkrar mínútur af
þeim tíma, sem ég hef hér til umráða, til
þess að ræða einmitt þessa hlið málsins og
freista þess að skýra fyrir mönnum það,
sem hér liggur til grundvallar.
Síldveiðarnar, eins og allar aðrar fisk-
veiðar, eru háðar margvíslegum náttúru-
skilyrðum, sem eru mönnum óviðráðanleg.
Hiti sjávarins, hafstraumar, átuskilyrði,
tíðarfar, svo nokkur séu nefnd, eru allt
atriði, sem hafa áhrif á það, hversu mikil
fiskigengdin er á miðin og hversu miklum
afla er unnt að ná með þeim tækjum, sem
fyrir hendi eru. Þegar menn hefja vertíð,
er ógerningur að vita um það fyrir fram,
hvernig aflabrögð muni verða, enda þótt
oft megi leiða að því nolckrar líkur. Einmitt