Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1954, Page 9

Ægir - 01.09.1954, Page 9
Æ G I R 215 tengd sildveiðunum eru til á stöðunum og enn ekki horfin öll von um veiði, að byggj- ast að meira eða minna leyti á þvi, að síld verði veidd og hagnýtt í verkunarstöðvun- um. Einnig af þessari ástæðu væri ekki for- svaranlegt að hætta að gera út á sildveiðar. Læt ég svo útrætt um þessa hlið málsins. Reynsla Norðmanna. Svo sem kunnugt er hafa erlend veiði- skip um langan aldur stundað sildveiðar á íslandsmiðum, og raunar voru það norsk skip, sem hófu þessar veiðar á undan Is- lendingum, nokkru eftir miðja síðustu öld. Norðmenn hafa ávallt verið hér flestir við veiðarnar af útlendingum, og oft með stærri flota en íslendingar sjálfir. Á það ekki síð- ur við um tímabilið eftir styrjöldina en áður. Þess heyrist alloft getið, þegar menn hafa hér kvartað um aflaleysi, og það ekki að ástæðulausu, að Norðmenn hafi á sama tíma gert góða ferð á íslandsmið og komið heim með mikinn afla. Er það að vonum, að menn spyrji, hverju slíkt sæti. Nú má að vísu gera ráð fyrir, að fréttastofufregnir af sildveiðum Norðmanna, sem birtar eru í blöðum þar í landi og sendar til útlanda, séu með nokkuð svipuðum hætti og sambæri- legar fréttir hér á landi, og víst er um það, að aflabresturinn undanfarin ár hefði ekki verið eins tilfinnanlegur, ef byggja hefði mátt á slikum fréttum, sem birtust á með- an á vertiðinni stóð. Þetta er ekki sagt í því skyni að kasta rýrð á fréttaflutning blaða hér eða annars staðar, en skýringin á þessu fyrirbæri e'r einfaldlega sú, að mönnum er ljúfara að birta á meira áber- andi hátt það, sem þeir telja góðar fréttir en slæmar, og er það í sjálfu sér mann- legt. Það er að sjálfsögðu svo með Norð- menn eins og titt er hér á landi og raunar alls staðar, þar sem fiskveiðar eru stund- aðar, að aflafengur skipanna er mjög mis- jafn, og það svo, að ókunnugum finnst oft ótrúlegt. Kemur þar margt til, en þó það sennilega helzt, hversu menn eru misjafn- lega fengsælir við veiðarnar. Væri það í sjálfu sér mjög skemmtilegt rannsóknar- efni að finna út í hverju slíkt liggur, en út í það er ekki tækifæri til að fara nánar hér, enda ætla ég mér ekki þá dul að geta gefið við því nein viðhlítandi svör. Hefur engin sú vertíð liðið, hversu mikið afla- leysi, sem annars hefur verið, að fleiri eða færri skip hafi eklci aflað sæmilega, eða að minnsta kosti svo mikið, að forðað væri frá tjóni. Á þetta vafalaust ekki siður við um norsku skipin. En þar með er sagan ekki öll sögð. Þykir mér rétt að segja hér þá sögu eins og ég tel mig hafa fengið um hana sannasta vitneskju. Ég átti þess kost á siðastliðnu sumri í sambandi við norrænu fiskimálaráðstefnuna að vera samvistum með ýmsum forustumönnum í norskum sjávarútvegi. Bar þar margt á góma svo sem verða vill undir slíkum kringumstæð- um og var skipst á upplýsingum og skoð- unum um margt það, sem varðaði sjávar- litveg beggja þjóðanna. Einn af norsku full- trúunum var langtum kunnugri sildveið- um Norðmanna við ísland en nokkur hinna, enda hafði hann sjálfur stundað þær veiðar um áratugi, og hefur nú um alllangt skeið verið forustumaður í félagsskap þeirra út- gerðarmanna, sem síldveiðar stunda við ísland. Ég greip þetta tækifæri til að ræða við þennan margreynda mann, þar sem mig fýsti að heyra frá honum, hver áhrif afla- bresturinn á íslandsmiðum hefði haft á þeirri útgerð, og hver viðbrögð þeirra væru. í stuttu máli sagt skýrði hann svo frá, að með örfáum undantekningum hefði af- koma norska síldveiðiflotans við ísland á undanförnum árum verið allt annað en glæsileg, og oft mjög léleg. Ég innti hann þá eftir því, hvernig á því stæði, að þeir héldu stöðugt áfram þessari útgerð. Svar hans sýndi, að til þess liggja hinar sömu ástæður, sem ég greindi áðan, að lægju til þess, að ekki ætti að hætta að gera út til síldveiða við Norðurland. Sagði hann, að bæði sjómennirnir og útgerðarmennirnir væru ávallt vongóðir um, að þetta kynni að lagast, en þó væri hitt ef til vill þyngra á metunum, að þeir hefðu ekki annað verkefni fyrir þennan stóra flota yfir síld-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.