Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 6

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 6
56 ÆGIR VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í febrúar Góðfiski má teljast hafa verið í febrú- ar á Vestfjörðum, og ágætur afli hjá nokkrum bátum; — mundi hafa orðið uppgripaafli, ef tíðarfar hefði verið skárra. Undantekning hér frá er Stein- grímsfjöi’ður. Þar, sem ekki er annars getið, er um slægðan fisk með haus að ræða. Patreksfjörður. Góður afli jafnan. Vb. Andri fékk 141 lest í 22 sjóferðum, Sæ- borg fékk 134 lestir í 21 sjóferð, Sigur- fari fékk 82 lestir í 17 sjóferðum. Athuga ber, að hér er um óslægðan fisk að ræða. Togarinn Ólafur Jóhannesson var að veiðum; fékk aðeins 221 lest í tveimur veiðiferðum. Gylfi var í viðgerð ytra. Tálknafjörður. Góður afli, er sækja varð á dýpri mið, en lélegur, er sótt var suður á Breiðafjörð. Vb. Tálknfirðingur fékk 110 lestir í 21 sjóferð, Freyja fékk 86 lestir í 19 sjóferðum. Bíláudalur. Báðir nýkeyptu bátarnir voru að veiðum og öfluðu vel, en annar þeirra var lengi frá veiðum vegna vél- bilunar. Vörður aflaði 98 lestir í 17 sjó- ferðum, en Sigurður Stefánsson (áður Gotta) fékk 50 lestir í 10 sjóferðum. Rækjubátarnir hafa aflað mjög vel í vet- ur. Afli þeirra yfir janúar og febrúar var þessi: Jörundur 13.810 kg., Hinrik 12.215 kg„ Kári 8.940 kg. Þingeyr '. Góður afli en sjaldgjöfult. Vb. Þorbjörn fékk 80 les.tir í 11 sjóferðum, Gullfaxi 65 lestir í 9 sjóferðum. Flateyri. Rýr afli í mánuðinum. Guð- mundur Júní fékk einungis 170 lestir í tveimur veiðiferðum. Gyllir var í slipp syðra, fór á veiðar um 20. febr. og land- aði í heimahöfn um 60 lestum. Suðureyri. Góður afli, er komizt varð á dýpri mið, en sjaldgjöfult. Mest aflað- ist í sjóferð um 11 lestir. Aflahæst í mánuðinum var Freyja (nýja) með rúmar 100 lestir í 15 sjóferðum og næstur Frið- bert Guðmundsson með 94 lestir í 14 sjó- ferðum. Fimm bátar gengu þaðan í mán- uðinum. Bolungarvík. Þar var góður afli, enda mikið só.ttur sjór. Afli bátanna varð þessi: Vb. Einar Hálfdans 113.500 kg. í 19 sjóferðum, Flosi 103.000 kg. í 19 sjó- ferðum, Hugrún 97.700 kg. í 18 sjóferð- um, Víkingur 91.800 kg. í 18 sjóferðum. Þrír bátar um 5 lestir voru líka á veiðum. Aflahæsti báturinn, Kristján, fékk 10.200 kg. í 8 sjóferðum. Einn bátur, 15 lesta, tók upp rækjuveiðar um miðjan mánuðinn og aflaði sæmilega, er gæftir leyfðu. Hnífsdalur. Góður afli einkum á vb. Pál Pálsson (nýja). Hann fékk 107 lest- ir í 18 sjóferðum. Mímir aflaði 89 lestir í 17 sjóferðum. ísafjörður. Vélbátaaflinn þar má tel.j- ast hafa verið mjög góður en nokkuð mis- jafn, og ágætur hjá tveimur bátanna. Lang-aflahæst að vanda var vb. Guðbjörg með 141.900 kg. í 21 sjóferð. Guðbjörg (skipstj. á henni er Ásgeir Guðbjartsson) mun vera á meðal aflahæstu vélbáta landsins það sem af er vetrarvertíðinni. Afli bátsins í janúar nam 123 lestum. Næst að afla var Gunnvör með 118 lestir í 20 sjóferðum, þá Ásbjörn með 90 lestir í 19 sjóferðum, Már með 77 lestir í 16 sjóferðum og Auðbjörn með einungis um 34 lestir í 8 sjóferðum og loks Vík- ingur (13 lesta) með 34 lestir í 14 sjó- ferðum. Togararnir öfluðu fremur lít- ið sökum stöðugra storma. Sólborg fékk 375 lestir í tveim veiðiferðum, fsborg fékk 119 lestir í tveimur ferðum, en land- aði 200 lestum að auki 1. marz. Súðavík Vb. Trausti, eini báturinn, sem stundar þarna veiðar, aflaði 74 lestir af óslægðum fiski í 14 sjóferðum og má það teljast rýr afli. St&'.ngrímsfjörður. Afar rýr afli og gæftir mjög tregar. Farnar voru einungis 3 til 3 sjóferðir og afli bátanna frá 2500 til 3500 kg. í sjóferð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.