Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 7
ÆGIR
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
56. árg. Reykjavík, 15. janúar 1963 Nr. 1
fTtgerH og aílabrögð
sIldveði arnak
sunnan og suSvestanlands í nóv. og des.
Hér hefst síldardagbók Ægis um gang síldveið-
anna s.l. haust og í vetur. Vegna verkfalls hófust veið-
amar almennt ekki fyrr en um 20 nóv. nema hjá
Akranessbátum, sem komust á veiðar um 14. nóv.
Gæftir voru lengst af mjög stirðar. Þá daga, sem
engar fregnir eru birtar, gátu skipin yfirleitt ekki
athafnað sig vegna veðurs.
15. nóv. Síðastliðna viku hefur v. s. Guðmundur
Péturs, skipstjóri Jón Einarsson, verið við síldarleit.
S. 1. föstudag varð hann var við allmikið síldarmagn
40—50 sjm úti af Snæfellsnesi, en fyrri hluta þess-
arar viku gat hann lítið aðhafst vegna veðurs. I
fyrrinótt leitaði hann suður fyrir Reykjanes. Þar
fannst talsvert síldarmagn út af Krísuvíkurbergi og
Selvogi. Nokkrir bátar köstuðu og fengu aðeins
smásíld og millisild. Samtals fengu 5 skip þar 1500
tunnur. S. 1. nótt leitaði Guðmundur Péturs um
allan Miðnessjó, en varð ekki síldar var, nema lít-
ilsháttar 33—40 sjm V að S frá Garðskaga.
Um 14 skip voru í nótt á síldarsvæðinu út af
Snæfellsnesi. Talsvert var j»ar af síldartorfum, en
flestar stóðu mjög djúpt (30 faðma), og fengu að-
eins 3 skip veiði: Haraldur 450 tunnur, Höfrungur
II. 400 og Ver 100.
16. nóv. Síldveiðiskipin voru í nótt á síldarsvæð-
inu út af Snæfellsnesi og fundu þar ágætar síld-
artorfur. Veiði var þó mjög treg vegna þess, hve
djúpt ftldin stóð. Aðeins var vitað um veiði þriggja
skipa í morgun: Skírnir 600 tunnur, Keilir 250 og
Jón Oddsson 350 tunnur.
Síldveiðiskipið Guðmundur Péturs leitaði síldar
úti af Reykjanesi í gærkvöldi og fann nokkrar góð-
ar torfur um 9 sjm S af nesinu, en engin skip voru
þar þá nærri.
17. nóv. Gott veður var á síldarmiðunum í nóth
Sem fyrr stóð síldin mjög djúpt og var stygg á síld-
arsvæðinu 45—50 sjm V af Snæfellsnesi. Þar fengu
6 skip samtals 2300 tunnur. Nokkur skip héldu í
gær suður fyrir Reykjanes þar sem torfumar vora
nær yfirborði, og fengu þrjú skip þar 2100 tunnur af
millisíld og smásíld. Varð ekki af frekari veiðum
á því svæði vegna þess, hve smá síldin er þar, og
héldu skipin þá aftur vestur fyrir Jökul.
18. nóv. S. 1. nótt fengu 18 skip 10.750 tunnur á
sömu slóðum og fyrr: 45—50 sjm V af Snæfellsnesi.
19. nóv. Fá skip voru að veiðum í nótt. Síldin var
dreifð og stóð djúpt á miðunum úti af Snæfellsnesi
og aðeins var vitað um tvo Akranessbáta, sem fengu
sínar 100 tunnumar hvor. Einn bátur fékk smásíld-
arkast úti af Selvogi.
20. nóv. SA-strekkingur var á síldarmiðunum í
nótt og veiðiveður ekki gott.
Vitað er um afla átta skipa, sem köstuðu í gær-
kvöldi áður en veðrið versnaði; samtals 3.450 tunnur.
Veiðisvæðið var eins og að undanförnu 40—50
sjm V af Snæfellsnesi.
21. nóv. Gott veður var á síldarmiðunum úti af
Snæfellsnesi í nótt og þar fengu 22 skip samtals
15.450 tunnur (45 sjm VaS frá Dritvíkurtöngum).
Leitarskipið Guðmundur Péturs var á þessu
svæði og leiðbeindi flotanum eftir því sem skipin
komu út.
22. nóv. Allgott veiðiveður var á síldarmiðunum
úti af Snæfellsnesi í gærkvöldi, en í nótt hvessti á
SA og S, og kl. 9:00 í morgun vom öll skipin
komin í var. Aðeins 9 skip fengu afla alls 2.330 tunn-
ur, áður en veðrið versnaði, enda 6tóð síldin mjög
djúpt.
24. nóv. Góð síldveiði var í nótt. Samtals 74
bátar með 54.000 tunnur hafa tilkynnt Guðmundi
Péturs um afla sinn.