Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 18

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 18
12 ÆGIR á árið og er nú orðin tilfinnanleg lækkun á því frá því, sem var fyrr á árinu. Heimilað útflutningsverð á því er nú komið niður í 15/3 shillinga fyrir pro- teineininguna pr 1000 kg. cif. — Sala á síldarmjöli er nú mjög treg og birgðir safnast upp. Spáir þetta því miður ekki góðu með þorskmjölsverðið, þó að um aðra mjöl- tegund sé að ræða, því áhrifa hlýtur að gæta frá verði síldannjölsins. Tryggvi Ólafsson: Þorskalýsisframleiðslan 1962 Framleiðsla þorskalýsis á árinu 1962 nam alls 7311 tonnum og er það 363 tonn- um meira en 1961. Framleiðslan skiptist þannig milli tog- ara og báta, tölurnar í svigum frá 1961: Togarar 576 tonn 7.9% (840 12,1%) Bátar 6735 tonn 92,1% (6106 87,9%) Vegna minni framleiðslu á þorskalýsi undan- farin tvö ár hefur lítið verið selt út úr landinu til smjörlíkisgerðar (herzlu). Kom það sér vel síðastliðið ár að þurfa ekki að selja mikið á þennan markað vegna hins lága verðs á síldarlýsi og öðru búklýsi sem var ríkjandi meiripart ársins. Verð á meðalalýsi og fóðurlýsi hef- ur að vísu lækkað mikið á undanförnum árr um en það stafar af minnkandi notkun og harðri samkeppni á heimsmarkaðnum. Útflutt þorskalýsi á árinu er 5285 tonn, til herzlu innanlands hafa farið 650 tonn og til innanlandsnotkunar meðala- og fóð- urlýsi um 100 tonn. Birgðir nú um ára- mót eru um 3136 tonn, eða 1275 tonnum meira en um næstu áramót á undan. 1 herzluna innanlands var eins og áð- ur eingöngu notað þorskalýsi en vegna verðmunar á síldarlýsi og þorskalýsi hefði verið hagkvæmara að nota síldarlýsi. Til þess vantaði til viðbótar vélar í herzlu- stöðina og er nú verið að afla þeirra. Þeg- ar vélar þessar verða komnar í not mun hægt að herða allar þær lýsistegundir, sem hér falla til. Á árinu var lögð mikil áherzla á sölu meðalalýsis og var það selt til allmargra landa, sem ekki höfðu áður keypt frá Is- landi. íslenzkt þorskalýsi er nú selt til 40—50 landa í öllum heimsálfum. Þó að nú horfi vel um sölu búklýsis, má ekki gera ráð fyrir hækkun á verði þorskalýsis á árinu 1963. Ástæðan er sú að þorskalýsi lækkaði ekki eins mikið og síldarlýsið og hefur sú hækkun, sem þeg- ar er orðin á síldarlýsi engin áhrif á verðlag þorskalýsis. Verði áframhaldandi hækkanir á síldarlýsi má reikna með á- hrifum slíkra hækkana á þorskalýsi 6—12 mánuðum eftir á. ÚXVEGUiVI PAPPÍBSPOKA undir fiskmjöl og sfldarmjöi frá pappírspokaverksmiöjunni M Petersen & Sön, Moss, Norge. — Mjög hagstætt verö. Upplýsingar hjá umboösmanni. KAUPUM: Allar tegundir af lýsi, hrogn, fiskmjöl, sildarmjöl, skreiö, grásleppuhrogn og tómar tunnur. SELJUM: KaldhreinsaÖ meöalalýsi, fóöur- lýsi, lýsistunnur, vítissóda, salt og kol i heilum förmum, nótabáta, björgunarbáta og vatnabáta úr aluminíum. BERNH. PETERSEN Pósthóif 1409 - Reykjavík - Simi 11B 70. Símnefnl: Bemhardo.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.