Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 14
8
ÆGIR
Haldið var áfram samvinnu um haf-
og fiskirannsóknir í hafinu vestur, norður
og austur af Islandi fyrir síldarvertíðina af
hálfu íslendinga, Norðmanna og Rússa.
Hittust leiðangursstjórarnir af Ægi, Jo-
han Hjort og af tveim rússneskum skip-
um á Siglufirði dagana 23.—24. júní og
báru saman bækur sínar.
Vart hafði orðið við mikla síldargöngu
og rauðátu á djúpmiðum norður af Sléttu
og fyrir Austurlandi. Var rauðátumagnið
norður af Kolbeinsey og Sléttu hið mesta,
sem leiðangursskip höfðu orðið vör við í
athugunum sínum hér við land.
Veiðarnar.
Verkfall var á síldveiðiflotanum í byrj-
un vertíðar. Leystist það ekki fyrr en rík-
isstjórnin setti bráðabirgðalög um gerð-
ardóm hinn 24. júní. Skyldi hann fella úr-
skurð í deilu sjómanna og útgerðarmanna
um ráðningarkj örin, ef ekki tækjust
samningar þeirra á milli innan 10. júlí,
en skráð skyldi á skipin upp á væntanlega
samninga. Strax og lögin höfðu verið
sett, streymdu skipin á veiðar og var
allur flotinn kominn á veiðisvæðið síð-
ustu daga júnímánaðar. Örfá skip höfðu
haldið á miðin upp úr miðjum júnímán-
uði, en lítið aflað.
Fyrstu síldina fékk m/s Seley SU 10,
skipstjóri Jónas Jónsson, 20 júní djúpt
úti af Sléttu. Nokkur síldveiði var úti
af Ströndum síðustu dagana í júní og í
byrjun júlí, einnig fékkst síld öðru hvoru
úti af Sléttu og var sú síld stærri og feitari
en sú síld, sem veiddist úti af Ströndum.
I júlíbyrjun fór að veiðast síld sunnan
Langaness. Mikil veiði hófst þó ekki fyrr
en viku af júlí. Eftir það hélzt góð veiði
með mjög litlum frátöfum allt til loka
veiðitímans hinn 13. september.
Síldargengdin viidist vera mest sunnan
Langaness og úti af Austfjörðum. Var
síldin þar sæmilega feit, en smærri en hún
hafði verið 1961. Mjög mikil síldargengd
var einnig djúpt úti af Sléttu og Þistilfirði.
Hinn 22. júlí og næstu daga var mikil
veiði á Sporðagrunni og djúpt úti af
Siglufirði. Síldin sem veiddist fyrir Norð-
urlandi austanverðu og úti af Skaga var
yfirleitt með allra bezta móti, en köstin
þó oft misjöfn að gæðum eins og gengur.
Mikill hluti þeirrar síldar, sem veiddist
eftir að komið var fram í miðjan ágúst-
mánuð var sérstaklega stór og feitur, en
mikið bar þar á því að síldin væri blönduð
smásíld.
Eftir að komið var fram í byrjun sept-
embermánaðar fóru síldveiðiskipin að
halda heim. Nokkur skip héldu þó áfram
veiðum fram í miðjan mánuðinn. Síðasti
aflinn fékkst 13. september. Þá fengu 16
skip góðan afla djúpt úti af Þistilfirði og
4 skip 65 sjómílur A af Langanesi, sam-
tals um 20 þúsund mál. Meginhluti afl-
ans fór í bræðslu, þó voru saltaðar um
1000 uppmældar tunnur á Siglufirði af
einu skipi, Eldey KE 37, skipstjóri Jó-
hannes Jóhannesson frá Gauksstöðum.
Síldin var sérstaklega stór og feit og
myndi hafa verið saltað meira þótt síldin
væri svona langt að komin, ef ekki hefði
hamlað fólksskortur.
Aflahæstu skipin á síldveiðunum í
sumar voru:
Víðir II GK 275,
skipstj. Eggert Gíslason 32.475 mál og tn.
Ólafur Magnússon
EA 250, skipstjóri Hörður
Björnsson 30.997 mál og tn.
Höfrungur II AK 150,
skipstjóri Garðar
Finnsson 30.595 mál og tn.
H eildaraflinn.
Alls tóku þátt í veiðunum 225 skip á
móti 220 skipum 1961. Öll stunduðu skip-
in veiði með hringnót.
Síldveiðin norðanlands og austan nam:
1962 1961 1960
I bræðslu,
mál, 2.027.220 1.160.580 667.878
Flutt til
Noregs, mál
10.112