Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 17

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 Jónas Jónsson: Framle!ðsla þorskmjöls og karfa- mjöls örið 1962 Þorskmjöls- framleiðslan mun hafa verið álíka árið 1962 eins og hún var árið áð- ur eða um 18 þús- und tonn. Þrjú árin á und- an eða árin 1958 —1960 var fram- leiðslan meiri, frá 23 til 25 þúsund tonn á ári. Vegna aukinna síldveiða hér suðvestanlands á hinni venjulegu þorskvertíð eða mán- uðina janúar, febrúar og maí, má búast við að minni þorskafli komi á land. Er því viðbúið að þorskmjölið fari frek- ar minnkandi, ef síldveiðar verða stund- aðar eins og nú er útlit fyrir. Framleiðsla á karfamjöli hefir farið síminnkandi síðastliðin fjögur ár. Náði hún hámarki árið 1958. Framleiðslu- magnið árið 1962 mun hafa orðið rúm- lega 2 þúsund tonn, á móti um 5 þúsund tonnum árið áður. Þessi stöðuga lækkun á framleiðslu karfamjöls orsakast að sjálfsögðu af stöð- ugt minnkandi karfaafla, og af því að togararnir selja karfann í ríkara mæli á erlendum markaði, í stað þess að landa honum hér heima til vinnslu í frystihús- unum. Á síðastliðnu ári kom svo einnig það til að verkfall varð á togaraflotanum, sem stóð í rúma fjóra mánuði, eða frá því í marz og fram í júlí. Það er mikið áhyggjuefni togaraút- gerðarmanna hve mikið hefir dregið úr karfaafla togaranna, sem verið hafði að- almagnið sem togaramir öfluðu og má segja undirstaðan undir veiðum fyrir innanlandsmarkaðinn. Hér hefir ekki verið hægt að gefa upp nákvæmar framleiðslutölur fyrir ár- ið 1962, þar sem skýrslusöfnun þar um er ekki lokið. Sala á þorskmjölinu árið 1962 gekk vel. Seldist mjölið mest eftir hendinni og fékkst fyrir það gott verð. Mestmegnis seldist mjölið til Vestur- Þýzkalands, Danmerkur, Svíþjóðar, Bret- lands og Irlands. Eru þetta sömu lönd- in, sem keypt hafa þorskmjölið undanfarin ár. I Vestur-Þýzkalandi hefir þorskmjöl- ið verið í sérstökum gæðaflokki og hefir þar verið greitt mun hærra verð fyrir það en annað fiskmjöl. Nú hafa borizt fregnir af því, að kaupendur þorskmjöls í Vestur-Þýzkalandi muni vera farnir að efast um gæði þess fram yfir annað fiski- mjöl, og er af þeim sökum vafasamt að verðið muni haldast. Fyrirframsölur hafa venjulega verið nokkrar á þorskmjöli, en nú munu þær vera litlar eða engar. Er því mikil óvissa hvemig tekst með sölu þorskmjölsins á komandi vertíð. Reynt hefir verið af hálfu hins opin- bera að halda verðinu uppi. með því að leyfa ekki sölur, nema greitt verði svo til sama verð og fékkst á vertíðinni. Hafa mjög fáar sölur farið fram nú í alllangan tíma, enda litlar birgðir fyrir hendi. Það hefir því ekki ennþá reynt á það, hvaða verð verður fáanlegt á komandi vertíð, en útlit er fyrir að verðið verði lægra en í fyrra. Karfamjölið selst allmikið innanlands, en það sem flutt var út, seldist mestmegn- is til Danmerkur og fékkst þar allgott verð. Svo sem fram kemur hér að framan, þá var mjög lítið af þorsk- og karfamjöli í birgðum þegar kom fram á seinni helm- ing ársins. Aftur á móti kom þá síldar- mjölið til sögunnar. Varð reynslan sú með það, að verð á því fór lækkandi þegar leið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.