Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 9

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 Hæstu veiðistöðvar eru þessar: Vestniannaeyjar 14.803 uppm. tunnur Grindavík 32.511 — — Sandgerði 32.228 — — Keflavík 121.067 — — Hafnarfjörður 76.522 — — Reykjavík 234.549 — — Akranes 120.982 — — Hellissandur 1.936 — — Ólafsvík 20.011 — — Grundarfjörður 2.974 — — Stykkishólniur 8.229 — — Tálknafjörður 334 — — Til áramóta tóku 121 skip (í fyrra 108) þátt í veiðun- um og af þeim öfluðu 60 skip 5.000 tunnur eða meira. Heildaraflinn til laugardags 5. janúar var 801.462 uppm. tn. (í fyrra 749.989 uppm. tn.). Vikuaflinn var rúmar 135 þús. tunnur. 73 skip liafa aflað 5.000 tunn- ur eða meira. Heildarveiðin til laugardagsins 12. janúar var 1.055.902 uppm. tunnur og á sama tíma í fyrra 833.398 uppm. tunnur. Vikuaflinn var rúntar 254 þús. tunnur, 93 skip hafa aflað 5.000 tunnur eða meira. AUSTFIRÐINGAFJORÐUNGUR nóvember 1962. I mánuðinum var fremur lítið róið, eins og oftast er á þessum árstíma. Afli var nokkuð góður, eða að meðaltali í róðri nálægt 5 tonnum hjá stærri bátunum og hátt á annað tonn að meðaltali í róðri hjá þeim minni. Annars var aflinn hjá minni bátunum mjög misjafn, en tiltölulega jafnari hjá þeim stærri. T. d. er einn 5 tonna bátur með rúm tvö tonn að meðal- tali í róðri og mun það vera með því bezta. Ekki hafa nema tveir af stóru bátun- um úr fjórðungnum farið til síldveiða við Suðvesturland. Afli stóru bátanna. sem hafa siglt með aflann, er ekki talinn með í þeim aflatöl- um, sem getið er um hér á eftir. Homafjörður. Þaðan var ekkert gert út í mánuðinum, nema v/s „Ólafur Tryggva- son“ fiskaði í ís og sigldi með aflann einn túr. Einn opinn vélbátur réri nokkra róðra og fiskaði fremur vel, eða eitt og hálft tonn í róðri. Djúpivogur. Þaðan fóru tveir litlir þil- farsbátar nokkra róðra en öfluðu mjög lítið. V/s „Mánatindur“ fór til síldveiða í Faxaflóa. Breiddalsvík. V/s „Bragi“ fiskaði í ís og sigldi með aflann einn túr. Stöövarfjörður. Þaðan var v/s „Kamba- röst“ gerð út á útilegu og fiskaði í ís og sigldi með aflann tvo túra. Afli mun hafa verið um 5 tonn í lögn eða rúmlega það. V/b .,Haddur“ réri einnig nokkra róðra, en aflaði fremur lítið. Fáslcrúðsfjör'ður. Þaðan voru v/s „Hof- fell“ og v/s „Ljósafell“ gerð út í útilegu og fiskuðu í ís og sigldu með aflann. V/b „Búðafell“ og v/b „Rán“ réru að heiman og einnig minni þilfarsbátarnir 6. Ekki réri nema einn opinn vélbátur í mánuð- inum. Fremur vel fiskaðist eða 161 tonn í 46 róðrum samtals. Stóru bátarnir fengu að meðaltali tæp 6 tonn í róðri og minni bátarnir um 2 tonn að meðaltali í róðri. Reyðarfjöröur. Þaðan réri v/b „Snæ- fugl“ 9 róðra og aflaði 45 tonn. Einn op- inn vélbátur réri 8 róðra og fékk eitt tonn í hverjum róðri eða rúmlega það. Eskifjörður. Þaðan voru stærstu bát- amir 4 gerðir út á útilegu og fiskuðu í sig og sigldu með aflann. Þrír stórir bátar réru að heiman og 4 minni þilfarsbátar réru einnig í mánuðinum. Alls var aflinn 217 tonn í samtals 61 róðri. Norðfjörður. Þaðan voru þrír bátar gerðir út á útilegu og fiskuðu í ís og sigldu með aflann. Fimm stórir bátar réru að heiman og sjö litlir þilfarsbátar. Róðrar voru strjálir en oftast nokkuð góð- ur afli. Stærri bátarnir fengu rúm 4 tonn að meðaltali í róðri, en minni bátarnir höfðu um 11,4 tonn að meðaltali, annars var afli þeirra mjög misjafn. Sá af minni bátunum, sem fiskaði bezt hafði rúmlega 21/2 tonn að meðaltali í 9 róðrum. Alls var afli í mánuðinum rúm 250 tonn í samtals 79 róðrum. V/s „Gullfaxi“ var á síldveið- um við Suðvesturland, einnig fór v/b „Þráinn“ suður til síldveiða síðast í mán- uðinum. Seyðisfjörður. Þaðan réru v/b „Dala-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.