Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 25

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 25
ÆGIR 19 Fiskaíuröir munu sjá geimförum fyrir eggjahvituefni. rol-magnið, og því er það okkar álit, að fiskurinn muni verða árangursríkt tæki í baráttunni við æðakölkun og afleiðingar hennar. Mikið er nú rætt og ritað um efnahags- bandalög og breytingar á viðskiptaháttum þjóða í milli. 1 framtíðinni getum við búizt við því, að verzlunin í heiminum verði milli fárra en stórra viðskiptaheilda. Um næstu aldamót geta þær ekki aðeins verið komn- ar á í Evrópu, heldur einnig í Afríku, S.- Ameríku, N.-Ameríku og Suðaustur-Asíu. En það eru ekki bara viðskiptamálin, sem hafa minnkað heiminn, heldur hafa líka mikilvæg fiskimið dregið lönd og þjóð- ir nær hvert öðru. f sívaxandi mæli eru veiðiflotar helztu fiskveiðiþjóðanna að sækja í sömu fiskistofna á sameiginleg- um miðum. Það kemur til kasta alþjóða- samtaka, svo sem FAO og UNESCO, að setja reglugerðir um veiðar á úthafinu og um vernd fiskistofnanna. Nýting auð- æva hafsins á svæðunum næst Norður- og Suðurheimsskautinu, auk hluta af Vest- ur-Kyrrahafi og heitari svæða Atlants- hafsins, mun verða sett undir einhvers konar alþjóðlega stjórn á næstu fjórum áratugum. Ef stórar fiskveiðiþjóðir, eins og Rússar, Japanar og Bandaríkjamenn fá að auka veiðar sínar að vild á fjarlæg- um miðum, án þess að til komi eftirlit á breiðum grundvelli, er ekkert líklegra en vaxandi sókn á miðin leiði fyrst til gíf- urlegrar aukningar í fiskframleiðslu og síðan hruns, þegar ofveiði færi að gæta. Hins vegar mun fiskframleiðsla á svæð- um, þar sem einhvers konar eftirlit er fyrir hendi, aukast almennt á vissu tíma- bili, þó að þar megi alltaf búast við ein- hverjum sveiflum. Mítsui & Co. Ltd. Aðalskrifstofur: OSAKA, JAPAN UTVEGUM frá japan Nylon þorskanet Nylon silunganet Nylon ýsunet Nylon síldarnætur Nylon herpinætur Nylon tauma Nylon kaðla Nylon togvörpur Terylene kaðla Öngla og nylontauma áhnýtta (ábót) Hi-Zex togvörpur Hi-Zex kaðla Nylon netin og nætumar eru úr liinu framúrskarandi sterka „AMILAN“ gami, framleiddu af Toyo Rayon Co. Ltd., Japan. Leitið upplýsinga og tilboSa hjá umboðsmönnum: STEINAVÖR H.F. Norðurstíg 7, Reykjavík. — Sími 24120 .

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.