Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 8

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 8
2 Æ GIR Mestöll síldin fékkst í Kolluál, en tvö skip fengu afla sunnan við Reykjanes, um 1.000 tunnur. 28. nóv. í nótt var veður heldur rysjótt á síldar- miðunum, en þó ekki svo, að bátamir gætu ekki athafnað sig. Aðalveiðisvæðið var Jökuldjúp, en einnig veiddu 2 bátar síld undan Svörtuloftum um 900 tunnur og 1 bátur fékk 250 tunnur suður af Eldey. Síldin þar var mjög misjöfn, en á svæðinu við Snæ- fellsnes er mjög falleg síld, þar sem 31 bátur fékk samtals 11.000 tunnur. 29. nóv. Ágætis veiðiveður var í nótt, en veiði lít- il. Síldin stóð djúpt og var stygg. Ekki var vitað um veiði annars staðar en í Jökuldjúpi, þar sem 27 bátar fengu 7.650 tunnur. 30 nóv. Veður var fremur gott á síldarmiðunum í nótt, en síldin stóð djúpt og lítið fékkst úr köst- unum. 6 bátar fengu síld í Jökuldjúpi, samtals 1.100 tunnur, og 9 í Kolluál, samtals 1.760 tunnur. 2. des. Allgott veður var á síldarmiðunum í nótt. í Kolluál fengu 3 skip 1.250 tunnur; í Jökuldjúpi var vitað um 900 tunnur hjá 4 bátum. Aðalveiðin var í Skerjadýpi, þar sem 33 bátar fengu samtals 18.900 tunnur. 4. des. Veður var sæmilegt á síldarmiðunum fram undir miðnætti, en þá tók sjór að ókyrrast. Mest var veiðin í Kolluál, þar sem 26 skip fengu 13.500 tunn- ur, en einnig fékkst síld í Skerjadýpi, þar sem 8 skip fengu 3.500 tunnur og í Jökuldjúpi, þar sem 3 skip fengu 1.000 tunnur. 5. des. Veður var gott á síldarmiðunum í nótt, en sjór töluverður. Gekk niður, er leið á nóttina. Frem- ur fáir bátar úti, en fengu flestir veiði. Alls fengu 22 skip 8.200 tunnur í Kolluál og einn bátur fékk 450 tunnur í Jökuldjúpi. 6. des. Gott veiðiveður var á síldarmiðunum í nótt. Öll skipin voru vestur í Kolluál. Þar fengu 56 skip samtals 44.350 tunnur. Leitarskipið Guðmund- ur Péturs var á svæðinu fyrri hluta nætur og leið- beindi skipunum, en síðar leitaði liann suður i Jök- uldjúp og fann þar einnig allmargar síldartorfur 38 sjm SV af Malarrifi. 7. des. Veiðiveður var rysjótt á síldarmiðunum í nótt og aðeins var vitað um afla 14 skipa með samtals 5.650 tunnur. Öll fengu skip þessi afla sinn í Kollu- ál, 12—15 sjm VSV af Svörtuloftum. 10. .des. Allgott veiðiveður var í nótt. Síldin í Jökuldjúpi og Kolluál var stygg og stóð djúpt, og þar fengu aðeins 4 skip veiði, samtals 1.900 tunnur. Hin skipin 40, fengu afla sinn samtals 40.900 tunn- ur SSA af Eldey, og þar var síldin mjög blönduð millisild. Torfurnar á Eldeyjarsvæðinu voru mjög stórar og voru nærri yfirborði. Mörg skip sprengdu nætur sinar, en önnur gátu aðeins tekið bluta af því, sem í nótinni var. 12. des. Veiðiveður fór batnandi í gærkvöldi og síðari hluta nætur var gott veður á öllum síldar- miðunum. Leitarskipið Guðmundur Péturs fann mikið síldarmagn í Kolluál og Jökuldjúpi, en sildin stóð djúpt, og aðeins var vitað um afla 3 skipa með um 950 tunnur úr Kolluál. Þá fengu 4 skip samtals 1.300 tunnur á tveimur stöðum í Miðnessjó. Önnur skip, sem veiði fengu í nótt, 23 að tölu, voru sunnan Reykjaness og öfluðu alls 10.570 tunn- ur. Þar var sildin mjög blönduð millisild og smá- síld. 13. des. Veður spilltist á síldarmiðunum í gær- kvöldi, og þar er nú SV-stormur. Aðeins var vitað um 14 skip, sem náðu til að kasta áður en veður versnaði, þar af voru 13 sunn- an Reykjaness með 4.360 tunnur. Eitt skip fékk afla sinn, 200 tunnur, í Jökuldjúpi, en hin voru sunnan Reykjaness. 15. des. Allgott veður var á sildarmiðunum i gær- kvöldi, en um miðnætti hvessti á austan, og nú er kominn NA-kaldi. Dágóð veiði var meðan veðrið bélzt gott i gærkvöldi. 23 skip fengu þá 18.200 tunn- ur í Kolluál, og í Jökuldjúpi fengu 36 skip 19.300 tunnur, samtals 59 skip mcð 37.500 tunnur. 27. des. Mjög mikil sildveiði var í nótt. Alls fengu 73 bátar samtals 86.400 tunnur. Aðalveiðisvæðið var um 20 sjm NVaN frá Garðskaga. 28. des. Góð síldveiði var í nótt, og veiddist sildin á svipuðum slóðum og í gær. Alls fengu 64 bátar sam- tals 55.350 tunnur. 29. des. Góð síldveiði var í nótt. Flotinn var þó allmiklu dreifðari en áður. Sildin veiddist á svip- uðum slóðum og undanfarna daga. Samtals fengu 56 skip 47.130 tunnur. 30. des. Veiðiveður var enn gott í nótt. Aðalveiði- svæðið var í Jökuldjúpi og fengu 34 bátar alls 30.680 tunnur. Sildin stóð djúpt. 31 des. Fáir bátar voru úti í nótt, en þeir, sem úti voru, fcngu góð köst í Miðnessjó um 20—25 sjm V af Garðskaga. Heildarmagn á land komið laugardaginn 15 des- ember var 345.393 uppm. tunnur (í fyrra 481.720). Vikuaflinn var 110.858 uppm. tn. Vitað er um 118 skip, sem fengið liafa afla og af þeim liafa 49 skip aflað 3.000 tn. eða meira. Stöðugar ógæftir hömluðu veiðum dagana 16. til 26. desember. Þann 26. des. og næstu daga var injög mikil veiði eða mn 320 þús. tunnur. Frá ver- tíðarbyrjun til 31. desember varð heildarveiðin 666.194 uppm. tn. (í fyrra 720 þús.).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.