Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 24

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 24
18 ÆGIR og gerð. Gerbreytingar hafa þá átt sér stað í meðferð og geymslu sjávarafurða. Fiskvinnslustöðvar verða reistar úti í sjó, annað hvort sem floteyjar eða tilbúnar eyj- ar á staurum. Á eyjunum verða fullkomin aðstaða til að taka skip í þurrkví, afferma þau og framkvæma bráðabirgðaviðgerðir á þeim. Þarna geta sjómenn hvílzt og lát- ið sér líða vel, og þar verður hægt að vinna úr og geyma afla veiðiskipanna. Það er hugsanlegt, að vinnslustöðvar á hafi úti verði hluti af föstu gildrunum og taki við fiski beint úr smærri bátunum. Með grein- inni fylgir mynd af slíkri vinnslustöð, þar sem loftbólutjald beinir göngufiski að ákveðnum stað þar sem hann er svæfður með rafmagni og síðan fluttur á færibandi upp á þilfarið. Vinnslustöðin getur þannig jöfnum höndum tekið við fiski úr gildr- unni og unnið aflann. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti, meðal annars fæst mun betri markaðsvara úr fiskinum, og er það auð- vitað stórt atriði. Við affermingu er smáskömmtum af geislavirkum efnum blandað í fiskinn til að hindra gerlavöxt, sem getur reynzt skaðlegur meðan verið er að vinna aflann. Stærð skammtanna og gerð fer eftir eðli hráefnisins, hvaðan það kemur og til hvers á að nota það, Eftir vinnsluna er svo varan látin í loftþéttar umbúðir og gerilsneydd með gammageislum. Með þessu móti fær hún ótakmarkað geymslu- Skeldýr verða ræktuð við skilyrði, sem henta þeim bezt til vaxtar. þol, jafnvel við stofuhita, og heldur bragði, gerð og útliti. Gera má ráð fyrir, að árið 2000 verði ekki aðeins fiskur og skeldýr veidd til manneldis, heldur einnig þörungar og jafnvel svif. Þörungarnir verða ræktaðir við strendurnar í stórum stíl. I sjónum er um tífalt meira af svifi en matfiskum og um hundrað sinnum meira en af rán- fiskum. Aukin þörf eggjahvítuefna úr dýraríkinu, að viðbættri örri tækniþróun, mun valda því, að árið 2000 verður orðin mikil breyting í fæðuvali okkar, og sú fæða verður þá í þeirri mynd sem aðgengi- legust er. Margar fæðutegundir verða þá í pilluformi eða stöngum, svipað og fisk- stengur nú. Áherzla verður lögð á nærandi innihald og notagildi þess fyrir líkamann. Hugsanlegt er, að fiskur verði þá mik- ilvægari en nú til nota við sérstakt matar- æði vegna sjúkdóma í meltingarfærum. Hið auðmelta vel uppbyggða eggjahvítu- efni fisksins er einkar hentugt við tilbún- ing á fæðumauki, sem til dæmis yrði not- að handa geimförum. Nýjustu rannsóknir. hafa leitt í ljós mikilvægi fisks við að draga úr choleste- rol-myndun í blóðinu. 1 náinni framtíð mun mönnum skiljast til fulls sambandið milli ómettaðra fituefna og hjartasjúk- dóma. Margt bendir til, að fiskolíur séu sérlega hentugar til að minnka choleste- Vinnslustöð þar sem loftbólutjald beinir göngufiski að ákveðnum stað, þar sem hann er svæfður með raf- magni og síðan fluttur á færibandi upp á þilfarið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.