Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 12

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 12
6 ÆGIR SJávarútvegurinia við áramot Nokkrir af forustumönnum á sviði útgerðar og fiskiðnaðar gefa hér á eftir stutt yfirlit yfir árið sem leið, og rœða ástand og horfur. Framhald verður í nœsta blaði. DaviÓ Ólafsson: Aukning verðmœtisins skiptir meginmáli Árið 1962 var að því leyti líkt flestum fyrirrenn- urum sínum, að því er snertir sjávarútveginn, að mjög skiptust á skin og skúrir. Ef litið er á afla- brögðin voru þau misjöfn. Vetrar- vertíð bátaflotans olli mönnum von- brigðum a. m. k. allvíða. Er svo að sjá, sem mesti glansinn sé að fara af þorskanetjaveiðunum, sem hafa verið svo gjöfular um alllangt skeið, hvað sem því kann að valda. Á síldveiðunum setti bátaflotinn hins vegar í feitt, svo að aldrei hefir annað eins verið. Bæði um veturinn og vorið var. allgóð veiði við Suðvestur- land en út yfir tók þó sumarsíldveiðin, en þá varð aflinn meiri en nokkru sinni fyrr á þeirri vertíð. Svo kom haustsíldin, en þær veiðar hófust um miðjan nóvember, og gáfu mjög mikinn afla, allt til áramóta. Aflabrögð togaranna voru hinsvegar hörmuleg og eru enn í þeim öldudal, sem þau hafa verið að síga niður í undanfar- in ár. Á flestum afurðum sjávarútvegsins var verðlag fremur hagstætt en þó skar lýsið sig hér alveg úr því þar hélt áfram með vaxandi hraða verðlækkun, sem hefir átt sér stað undanfarin ár. Heldur breyttist þetta þó til batnaðar undir lok ársins. Mjölverð sem hafði verið hagstætt fram- eftir ári, miðað við það, sem áður hafði verið, fór aftur heldur lækkandi seinna á árinu. Ef litið er á sjávarútveginn í heild verður þó að segja, að afkoma hans hafi verið hagstæð á árinu en þó verður að hafa í huga það, sem áður segir. Það, sem einkenndi árið fyrst og fremst var hinn mikli aflafengur, sem var meiri en nokkru sinni fyrr. Nú er það að vísu svo að þess sjást engin merki. að þessi aflasæld geti ekki haldizt á því ári, sem nú er gengið í garð og lengur, en við vitum hinsvegar, að sveiflur eiga sér stað af náttúrunnar hendi, sem við fáum ekki ráðið við. Slíkar breyt- ingar geta komið án þess að gera boð á undan sér og þeim mun meira, sem rekst- urinn byggir á sem mestu afla magni, verða áhrifin af aflabresti tilfinnan- legri. Brýnasta verkefnið, sem nú er fram- undan er því að auka verðmæti fram- leiðslunnar með aukinni vinnslu aflans. Segir mér svo hugur, að það, sem enn hefir skeð í því efni hér á landi sé aðeins upphafið að því, sem koma mun á næstu árum og áratugum. Ekki kemur það þó af sjálfu sér. I fyrsta lagi krefst það mikillar fjárfestingar og öðru lagi mik- illar faglegi'ar þekkingar og í þriðja lagi markaða fyrir framleiðsluna. Hér skal aðeins minnzt lítillega á þriðja atriðið. Eins og er leggja flest þau lönd, sem flytja inn fisk, áherzlu á að fá hann sem hráefni fyrir sinn fiskiðnað. Er stuðlað að þessu m. a. með tollum, þar sem varan er tolluð því meir, sem hún er meira unn- in. En einmitt nú getur orðið hér breyt-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.