Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.08.1967, Qupperneq 8

Ægir - 15.08.1967, Qupperneq 8
254 Æ GIR komizt upp í 11V2 lest af slitnum humar eftir 4 daga og hefur afli verið sæmilegur hjá þeim seinni hluta júlímánaðar, eink- um hjá Sædísi og Hafnarbergi. Alcranes: Þaðan stunduðu 8 bátar veið- ar á tímabilinu, þar af 5 með handfæri og 3 með humartroll. Aflinn varð alls 918 lestir í ca 69 sjóferðum, þar af afli humar- báta 182 lestir í 26 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Rif: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með handfæri og 1 með dragnót. Afl- inn varð alls 170 lestir, þar af 83 lestir í 44 sjóferðum í júlí hjá 4 handfærabátum. Aflahæsti bátur í júní varð m.b. Hamar með 30 lestir í 6 sjóferðum, en í júlí m.b. Pálmi EA 21 með 30 lestir í 13 sjóferðum. Gæftir voru góðar, einkum í júlí. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 23 bátar veið- ar, þar af 13 með handfæri, 7 með drag- nót, 2 með humartroll og 1 með línu í júní- mánuði. Aflinn varð alls 1168 lestir, þar af 685 lestir í dragnót, 220 lestir á hand- færi, 218 lestir í humartroll og 45 lestir á línu. Hæsti bátur í júnímánuði varð m.b. Jón Jónsson með 47 lestir í humartroll, en í júlí m.b. Jóhann Þorláksson með 97 lestir í dragnót. Gæftir voru góðar. Grundarfjöröur: Þaðan stunduðu 4 bát- ar veiðar, þar af 2 með botnvörpu, 1 með dragnót og 1 með handfæri. Auk þeirra voru 8—10 trillur gerðar út á handfæra- veiðar. Aflinn var alls ca 380—400 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Sigurfari með ca 170 lestir í dragnót. Gæftir voru góðar. Stylckishólmur: Þaðan voru 9 bátargerð- ir út frá verstöðinni á þessu tímabili, þar af 1 á síldveiðum og 8 með handfæri í júní, en nokkrir fóru á dragnót í júlí. Einnig voru 3 trillur gerðar út að einhverju leyti. Aflinn varð alls 469,5 lestir í 44 sjóferð- um. Aflahæsti bátur í júní varð m.b. Hafnarborg með 79 lestir í 3 sjóferðum (handfæri) og í júlí m.b. Gullþór með 63 lestir í 6 sjóferðum (handfæri). Gæftir voru frekar lélegar í júní, en mjög góðar í júlí. VESTFIRÐIN GAF J ÓRÐUNGUR í júní 1967 Sumarvertíðin hófst almennt í byrjun júnímánaðar, og stunduðu 145 bátar róðra í mánuðinum. Eru það heldur fleiri bátar en á sama tíma í fyrra. Flestir bátarnir voru eingöngu með handfæri eða 126 bát- ar, 13 stunduðu dragnótaveiðar, 1 bátur var með botnvörpu og 5 bátar réru með línu. Gæftir máttu heita góðar allan mánuð- inn og afli var yfirleitt nokkuð góður hjá færabátunum, en dragnótabátunum gekk heldur erfiðlega. Voru nokkrir þeirra að einhverju leyti á handfæraveiðum með. Heildaraflinn í mánuðinum var nú 2.042 lestir, en var 2.476 lestir á sama tíma í fyrra. Er það aðallega afli drag- nótabátanna, sem hefir minnkað frá árinu áður. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Tveir Patreksfjarðar- bátar stunduðu veiðar með línu við Græn- land. Þorri fór tvær veiðiferðir og landaði 123 lestum, en Þrymur fór eina veiðiferð og landaði 48 lestum. Fjórir bátar voru byrjaðir dragnótaveiðar, en afli var treg- ur. Voru þeir því að einhverju leyti á handfæraveiðum. Aflahæstur þessara báta var Skúli Hjartarson með 19.5 lestir í 13 róðrum. 12 trillur voru á handfæraveiðum, flestar með 2 menn undir færi. Heildar- afli Patreksfjarðarbáta í mánuðinum var 286 lestir. T álknafjöröur: Þrír bátar stunduðu dragnótaveiðar og tveir bátar voru byrj- aðir á færum. Var heildarafli þeirra 1 mánuðinum 78 lestir. Aflahæstur var Brimnes með 26,7 lestir í 6 róðrum með dragnót. Bíldudalur: Þaðan stunduðu 4 bátar dragnóta- og færaveiðar, en 3 bátar voru einhliða á færum. Var heildarafli Bíldu- dalsbáta í mánuðinum 62 lestir. Aflahæst- ur var Jörundur Bjarnason með 12,9 lest- ir í dragnót. Þingeyri: 7 bátar voru gerðir út til handfæraveiða frá Þingeyri, og var heild-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.