Ægir - 15.08.1967, Blaðsíða 14
260
Æ GIR
r
Haf- og fiskirannsóknir
J
Síldar- og hafrannsóknir fyrrihluta árs 1967
Eftirfarandi grein er tekin saman
af þeim Hjálmari Vilhjálmssyni,
fiskifræSingi og Dr. Unnsteini Stef-
ánssyni, haffræðingi. Ritsfj.
Að þessu sinni hófust hinar árlegu haf-
og síldarrannsóknir v/s Ægis í lok marz-
mánaðar, og voru á tímabilinu 29. marz til
15. júní farnar tvær yfirlitsferðir um
svæðið frá Jökli norður og austur fyrir
land allt að 2° a.l. Á sama tíma leitaði
m/s Hafþór austursvæðið allt suður undir
Færeyjar og austur fyrir núll lengdar-
bauginn.
Að þessu þinni finnur m/s Hafþór
fyrstu síldina og er þá staddur á um
65°40 og 3°30. Aðalsíldarmagnið reynd-
ist þó vera nokkru austar og fannst um
miðjan maímánuð allmikið magn síldar á
20—30 sjóm. breiðu belti, um núll lengdar-
bauginn, sem virtist svo til samfellt milli
65. og 68. breiddargráðu. Síldin stóð yfir-
leitt mjög djúpt á daginn og voru torf-
urnar ekki á kastfæru dýpi nema 2—4
klst. yfir lágnættið. Þó fengu færeyskir
bátar er þarna voru dágóða veiði af og til.
Síldin gekk síðan norðvestur á bóginn
og um miðjan júnímánuð virtist aðalsíld-
armagnið vera á svæðinu suðaustur af Jan
Mayen.
Dagana 18. og 19. júní var haldinn á
Akureyri sameiginlegur fundur rúss-
neskra og íslenzkra haf- og fiskifræðinga,
en Rússarnir höfðu fram að þeim tíma
verið við rannsóknir í hafinu milli Noregs
og íslands allt frá Færeyjum að Jan
Mayen. Á þessum fundi voru tekin saman
gögn er sýndu ástand sjávar, átuskilyrði
og dreifingu síldar á tímabilinu maí—júní
1967.
Helztu niðurstöður fundarins voru sem
hér segir:
1. Hitadreifing.
Útbreiðsla hafíss fyrir Norðurlandi í
maímánuði og fyrri hluta júnímánaðar var
með mesta móti síðan 1918, ef frá eru talin
árin 1965 og e.t.v. 1949.
I fyrri hluta júnímánaðar var hitastig í
efstu lögum sjávar vestan Islands lítils-
háttar undir meðallagi.
Á landgrunnsvæðinu norðan íslands var
sjávarhiti í efstu 300 metrum í maímánuði
og fyrri hluta júnímánaðar frá 2—5° und-
ir meðallagi og er vorið 1967 sennilega hið
kaldasta í hafinu á þessum slóðum síðast-
liðin 40 ár. Hinn óvenju lági sjávarhiti
er talinn hafa orsakazt af óvenju mikilli
útbreiðslu hafíss á svæðinu, mjög litlu inn-
streymi Atlanzsjávar inn á svæðið að vest-
an, lágum lofthita og þar af leiðandi síð-
búinni upphitun yfirborðslaga sjávar.
Á svæði Austur-Islandsstraumsins milli
Islands og Jan Mayen og austan Islands
var sjávarhiti frá 0.7—1.7° undir meðal-
lagi. Á þessu svæði má segja að ástandið
hafi verið svipað og undanfarin köld ár.
I eystri álum Atlanzhafsstraumsins í Nor-
egshafi var hitastig 0.5—1.5° undir meðal-
lagi og lægra en síðastliðið ár. Á hinn bóg-
inn var sjávarhiti miðdýpis í vestri ál
þessa straums 1—2° yfir meðallagi.
Með hliðsjón af því, að sjávarhiti var
mjög lágur í Norðurhafi og varamagn
þess langt undir meðallagi, telst vorið 1967
meðal hinna köldu vora, sem hafa verið
einkennandi undanfarin ár.
2. Átumagn.
Á landgrunninu vestanlands var allmik-
ið þörungamagn í júníbyrjun, en fór