Ægir

Årgang

Ægir - 15.08.1967, Side 24

Ægir - 15.08.1967, Side 24
270 Æ GIR Hin óvenju miklu áhrif köldu tungunn- ar fyrir Norðausturlandi í júní 1965 og 1967 miðað við önnur ár sjást greinilega á 4.—6. mynd. Á myndirnar eru dregin mörk 0° jafnhitalínunnar í 50 metra dýpi; 4. mynd (Unnsteinn Stefánsson, 1962, bls. 206) sýnir mörkin árin 1952—1960; á 5. mynd (Svend-Aage Malmberg, 1967 b) eru mörkin dregin fyrir árin 1961—1965, þar sem til þeirra næst, annars er lægsta mælda hitastig markað á myndina; á 6. mynd eru mörkin sýnd á árunum 1966 (Svend-Aage Malmberg, a) og 1967. Lokaorö. Niðurstöður athugana á hitastigi og seltu í júní 1967 á hafsvæðinu milli ls- lands og Jan Mayen sýna, að Pólsjávar gætir óvenju mikiö. Borið saman við at- huganir fyrri ára allt aftur að árinu 1948 eru þessar niðurstöður aðeins sambærileg- ar við aðstæður í júní 1965. Sumarið 1967 telst því til þess „kalda“ tvmdbils, sem veriö hefur í sjónum noröaustanlands undanfarin ár. Ekki kemur það á óvart, ef dæma má af köldu og síðbúnu vori hér á landi og talsverðum hafís fyrir Norður- og Norðausturlandi í vor sem leið. Heimildarrit. Svend-Aage Malmberg — 1967 a. Breytingar á ástandi sjávar milli íslands og Jan Mayen. — Ægir, 12. tbl. — Reykjavík. Svend-Aage Malmberg — 1967 b. Hydrogaphic Conditions in Icelandic Waters in June 1965 —• Ann. Biolog. Vol XXII — Kaupmannahöfn. Svend-Aage Malmberg — a Hydrographic Conditions in Iceiandic Waters in June 1966 (í prentun). Unnsteinn Stefánsson — 1962 — North Ice- landic Waters — Rit Fiskideildar III, —- Rvík. L Ö G um ltrevliug ú löguin nr. 4 211. febr. liKiO. uni i'iIfiuluiiigsgjalil uf sjávnrafuriluin. 1. gr. 3. gr. laganna orðist svo: Ríkissjóður annast innheimtu útflutningsgjalds samkvæmt 2. gr., og skiptast tekjur af því sem hér segir frá og með 1. janúar 1967: 1. Til greiðslu á vátryggingariðgjöld- um fiskiskipa samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur .. . 72.82% 2. Til Fiskveiðasjóðs Islands ........ 17.06% 3. Til Fiskimálasjóðs ................ 5.86% 4. Til rannsóknastofnana sjávarútvegs- ins ................................. 1.16% 5. Til byggingar haf- og fiskirann- sóknaskips .......................... 1.52% 6. Til Landssambands íslenzkra útvegs- manna ............................... 0.79% 7. Til samtaka sjómanna samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsmálaráð- herra setur ......................... 0.79% 2. gr. Lög þessi öðlast þejrar gildi. Ákvæöi til bráðabirgða. Útflutningsgjald af loðnumjöli, loðnulýsi og grásleppuhrognum samkv. 2. gr. laganna skal ekki greitt af framleiðslu ársins 1967. Samþykkt á Alþingi 18. april 1967.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.